Valgerður sýndi mikinn styrk með því að klára bardagann í nóvember og vinna hann þrátt fyrir að verið brotin á þumalputta síðan í fyrstu lotu.

Valgerður vann þar Möltukonuna Claire Summit eftir einróma ákvörðun þriggja dómara.
Valgerður hélt fyrst að hún hefði farið úr lið á þumalputtanum en seinna kom í ljós að hann hafði brotnað. Hún fór í kjölfarið í aðgerð.
Það er hins vegar ljóst að áhrifin af þumalputtabrotinu eru mikil enda hafa meiðsli hamlað hennar æfingum verulega.
Þetta sýndi hún svart á hvítu með mynd af sér á Instagram, mynd sem hún sagði vera „vandræðalega mynd“ en þessi mynd segir samt svo margt.
Valgerður hefur nefnilega ekkert getað boxað með hægri hendinni frá aðgerðinni en á sama tíma hefur sú vinstri fengið nóg að gera.
Myndin, sem sjá má hér til hliðar, sýnir því gríðarlegan stærðarmun á upphandleggsvöðvum Valgerðar þegar hún hnyklar vöðvana.
Valgerður hefur unnið fimm af sjö bardögunum sínum sem atvinnukona í hnefaleikum. Það styttist vonandi í þann næsta.