Tónlist

TikTok smellur á toppi íslenska listans

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
GAYLE kemur líklega til með að eiga eitt vinsælasta lag ársins 2022
GAYLE kemur líklega til með að eiga eitt vinsælasta lag ársins 2022 Instagram @gayle

Hin sautján ára gamla GAYLE situr í fyrsta sæti íslenska listans þessa vikuna með TikTok smellinn abcdefu.

Lagið hefur vakið mikla athygli að undanförnu á alheimsvísu og hefur til að mynda verið notað nokkrum milljón sinnum inn á samfélagsmiðlinum TikTok, er með tæplega 326 milljón spilanir á streymisveitunni Spotify og hefur ómað í útvarpinu um allan heim.

GAYLE er fædd árið 2004 en hefur á stuttum tíma náð ótrúlegum árangri í tónlistarheiminum. Hún er með tæplega 37 milljón mánaðarlega hlustendur á Spotify en hin eina sanna Beyoncé er til dæmis með fjórum milljónum færri hlustendur í hverjum mánuði þar. Lagið abcdefu fjallar um sambandsslit þar sem GAYLE er ekki par sátt við fyrrum elskhuga sinn og sparar honum ekki stóru orðin. 

Það er greinilegt að margir hlustendur ná auðveldlega að tengja við þennan texta þar sem sambandsslit eru eitthvað sem margir ganga í gegnum á lífsleiðinni og eru sjaldan auðveld. Við á FM957 fylgjumst spennt með meiri tónlist frá ungstirninu sem mun án efa ná enn lengra í hinum skapandi heimi tónlistarinnar.

Það var nóg um tónlistargleði á þessum lista og mikið spennandi að gerast. Nýjasti hittari The Weeknd situr nú í tíunda sæti íslenska listans og stekkur upp um sex sæti á milli vikna. Lagið er að finna á plötunni Dawn FM sem þessi kanadíska stjarna sendi frá sér í byrjun árs. 

Lagið Oh My God með Adele er svo komið í fimmta sæti og Júlí Heiðar situr í fjórða sæti með ballöðuna Ástin Heldur Vöku. Justin Bieber víkur frá toppsætinu og situr nú í því þriðja með lagið Ghost og Ed Sheeran er staðfastur í öðru sæti með lagið Overpass Graffiti. 

Hér má sjá listann í heild sinni:

Íslenski listinn á Spotify:


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×