Sport

Noregur sigraði Evrópumeistarana

Atli Arason skrifar
Sander Sagosen spilaði vel í kvöld
Sander Sagosen spilaði vel í kvöld

Noregur vann afar öflugan 5 marka sigur á tvöföldum Evrópumeisturum Spánverja í lokaleik kvöldsins í milliriðli tvö, 27-22.

Spánn komst yfir þegar þeir skoruðu fyrstu tvö mörkin en það var eina skiptið í leiknum sem Spánverjar voru með forystu, því eftir þessi tvö mörk var Noregur í bílstjórasætinu allan leikinn.

Sebastian Barthold var besti leikmaður vallarins en hann endaði markahæstur með sex mörk úr sjö skotum.

Með sigrinum er Noregur búið að jafna Svía og Spánverja að stigum í milliriðli tvö. Nú eru allar þrjár þjóðirnar með 6 stig. Noregur og Svíþjóð leika því hreinan úrslitaleik í lokaumferð milliriðilsins á þriðjudaginn næstkomandi á meðan Spánverjar þurfa að sigra Pólverja sama dag til að tryggja sér sæti í undanúrslitum mótsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.