Ulliel var flogið með þyrlu á sjúkrahús í Grenoble á þriðjudag eftir að hafa fengið höfuðhögg við árekstur á skíðum í frönsku ölpunum. Fjölskylda Ulliel og umboðsmaður staðfesta við AFP að hann sé látinn.
Ulliel hefur leikið í kvikmyndum á borð við Hannibal Rising, Saint Laurent, It’s Only The End Of The World, A Very Long Engagement og þá er hann þekktur sem andlit ilmvatnsins Bleu de Chanel.
Í Moon Knight þáttunum leikur hann Miðnæturmanninn svokallaða en meðal annarra leikara í þáttunum eru þeir Oscar Isaac, og Ethan Hawke.
Um er að ræða annað dauðsfallið eftir slys í frönsku Ölpunum nýlega. Fimm ára stúlka lést í skíðaslysi á svipuðum slóðum á laugardag þegar skíðamaður klessti á hana.
L'acteur Gaspard Ulliel est décédé à 37 ans, annonce son agent à l' #AFP pic.twitter.com/F3YkE8bLCr
— Agence France-Presse (@afpfr) January 19, 2022