Lífið

Herra Hnetusmjör og Sara eignuðust annan dreng

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Herra Hnetusmjör og Sara Linneth.
Herra Hnetusmjör og Sara Linneth. Sara Linneth

Rapparinn Herra Hnetusmjör og kærasta hans, Sara Linneth Lovísudóttir Castañeda, eignuðust sitt annað barn þann 16. janúar. Parið segir frá þessu á Instagram en drengurinn hefur fengið nafnið Krummi Steinn Árna­son Castañeda.

Fyrir eiga þau soninn Björgvin Úlf. Herra Hnetusmjör, sem heitir fullu nafni Árni Páll Árnason, kynntist ástinni sinni í meðferð fyrir nokkrum árum. Þau eignuðust sitt fyrsta barn snemma á síðasta ári svo það er aðeins tæpt ár á milli bræðranna. 


Tengdar fréttir

Herra Hnetu­smjör fann ástina í með­ferð

Herra Hnetusmjör kynntist ástinni lífi sínu, Söru Linneth, í meðferð á Vogi. Þau segjast bæði hafa verið á versta tímapunkti í sínu lífi og hafði þeim verið ráðlagt frá því að vera að stinga saman nefjum. Unga parið lét þó ekki segjast og hafa í dag tekið edrúmennskuna föstum tökum og eiga von á sínu öðru barni saman.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.