Sport

Dagskráin í dag: Subway-deildin, enska 1. deildin og rafíþróttir

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Njarðvík og Fjölnir eigast við í toppslag Subway-deildar kvenna í kvöld.
Njarðvík og Fjölnir eigast við í toppslag Subway-deildar kvenna í kvöld. Vísir/Vilhelm

Boðið verður upp á fimm beinar útsendingar á sportrásum Stöðvar 2 á þessum ágæta miðvikudegi.

Fyrsta beina útsending dagsins hefst klukkan 18:05 þegar Grindvíkingar heimsækja Breiðablik í botnslag Subway-deildar kvenna í körfubolta á Stöð 2 Sport 4.

Klukkustund síðar, eða klukkan 19:05 hefst svo útsending frá viðureign Njarðvíkur og Fjölnis í toppslag Subway-deildar kvenna á Stöð 2 Sport.

Þá verður einnig leikið í ensku 1. deildinni í fótbolta í kvöld, en klukkan 19:40 hefst útsending frá viðureign Hull og Blackburn á Stöð 2 Sport 2.

Að lokum er svo Babe Patrol á dagskrá klukkan 21:00 á Stöð 2 eSport, en það eru þær Alma, Eva, Högna og Kamila sem skipa hópinn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.