Sport

Dagskráin í dag: Fótbolti á Englandi, körfubolti á Spáni og allskonar í Bandaríkjunum

Atli Arason skrifar
Tryggvi Snær Hlinason treður í landsleik gegn Svartfjallalandi.
Tryggvi Snær Hlinason treður í landsleik gegn Svartfjallalandi. KKÍ

Það er nóg um að vera á sport rásum Stöðvar 2 í dag. Alls eru átta beinar útsendingar í fimm mismunandi íþróttagreinum.

Fjörið hefst í fótboltanum klukkan 11:55 þegar Hull og Stoke mætast í ensku 1. deildinni, allt í beinni á Stöð 2 Sport 2.

Klukkan 15:50 munu Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Casademont Zaragoza leika við Real Madrid í spænsku ACB deildinni á Stöð 2 Sport 2.

Því næst er komið af tvíhöfða í bandarískum íþróttum en klukkan 18:00 mun hefjast útsending af leik Tampa Bay Buccaneers og Philadelphia Eagles í NFL deildinni á Stöð 2 Sport 2 og á Stöð 2 Sport 3 hefst á sama tíma útsending af leik Detroit Pistons og Phoenix Suns í NBA deildinni.

Rafíþróttir eru á dagskrá klukkan 21:00 en þá mun Sandkassinn hefja útsendingu á Stöð 2 eSport.

Stöð 2 Golf sýnir frá Sony Open í PGA mótaröðinni og hefst útsending klukkan 23:00.

Það eru svo tveir leikir til viðbótar í NFL deildinni það sem eftir lifir kvölds, Dallas Cowboys og San Francisco 49ers munu mætast klukkan 21:30 og Kansas City Chiefs ætla svo að taka á móti Pittsburgh Steelers klukkan 01:10. Báðir leikir á Stöð 2 Sport 2.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.