Fótbolti

Ingvar meiddur og ekki með gegn Suður-Kóreu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ingvar Jónsson átti eftirminnilega innkomu í mark Víkings á síðasta tímabili.
Ingvar Jónsson átti eftirminnilega innkomu í mark Víkings á síðasta tímabili. vísir/hulda margrét

Ingvar Jónsson, markvörður Íslands- og bikarmeistara Víkings, er meiddur og verður ekki með íslenska landsliðinu í vináttulandsleiknum gegn Suður-Kóreu á morgun.

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari landsliðsins, greindi frá því á blaðamannafundi að Ingvar hefði þurft að hætta á æfingu Íslands í dag og verði ekki með gegn Suður-Kóreu. Aðrir leikmenn eru heilir heilsu og klárir í slaginn fyrir utan Brynjólf Darra Willumsson sem er í einangrun vegna kórónuveirunnar.

Jökull Andrésson og Hákon Rafn Valdimarsson skiptu leiknum gegn Úganda í fyrradag á milli sín. Jökull lék fyrri hálfleikinn og Hákon þann seinni. Þetta var fyrsti landsleikur beggja.

Ingvar, sem er 32 ára, hefur leikið átta landsleiki, þann síðasta gegn Eistlandi fyrir þremur árum.

Leikur Íslands og Suður-Kóreu hefst klukkan 11:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×