Fótbolti

Kristianstad samdi við íslenskan táning

Sindri Sverrisson skrifar
Emelía Óskarsdóttir og Lilja Lív Margrétardóttir eru báðar Gróttustelpur sem hafa verið að spila með yngri landsliðum Íslands.
Emelía Óskarsdóttir og Lilja Lív Margrétardóttir eru báðar Gróttustelpur sem hafa verið að spila með yngri landsliðum Íslands. Instagram/@Grottaknattspyrna

Hin 15 ára gamla Emelía Óskarsdóttir, sem uppalin er hjá Gróttu, er gengin í raðir sænska úrvalsdeildarfélagsins Kristianstad.

Umboðsmaðurinn Magnús Agnar Magnússon greinir frá þessu á Twitter í dag en í byrjun vikunnar bárust fregnir af því að Kristianstad vildi semja við þessa efnilegu knattspyrnukonu.

Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari Kristianstad eins og mörg undanfarin ár en hún stýrði liðinu til sætis í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð, rétt eins og ári áður. 

Í stjórnartíð Elísabetar hefur Kristianstad alltaf verið mikið Íslendingalið og á síðustu leiktíð léku þær Sveindís Jane Jónsdóttir og Sif Atladóttir með liðinu en þær eru nú horfnar á brott. Hin 18 ára gamla Amanda Andradóttir er hins vegar komin frá norska félaginu Vålerenga.

Emelía hefur þrátt fyrir ungan aldur þegar spilað meistaraflokksleiki með Gróttu, í næstefstu deild. Hún á að baki fimm leiki fyrir yngri landslið Íslands.

Emelía er fædd í mars 2006 en hún er dóttir Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Breiðabliks og systir Orra Steins sem bankar á dyrnar hjá meistaraflokki FC Kaupmannahafnar í Danmörku.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.