Segja hvítrússnesk stjórnvöld hafa eyðilagt Ólympíudrauminn fyrir þeim Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. janúar 2022 17:00 Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlandi, vígalegur í íshokkígalla. getty/Mikhail Svetlov Tvær hvítrússneskar skíðagöngukonur segja að þeim hafi verið meinað að keppa á Vetrarólympíuleikunum í Peking eftir að þær gagnrýndu stjórnvöld í heimalandinu. Þær Darya Dolidovich og Svyatlana Andrijuk segja að forseti hvítrússneska skíðagöngusambandsins, Alexander Darakhovich, hafi í desember tjáð þeim að þær mættu hvorki keppa á alþjóðlegum mótum né mæta á æfingar hjá landsliðinu. Þá hafi svokallaður FIS kóði þeirra verið ógildur í síðasta mánuði en hann gerir skíðagöngufólki kleift að keppa á mótum á vegum Alþjóða skíðasambandsins. Dolidovich og Adrijuk segja ástæðuna fyrir þessu að þær hafi gagnrýnt forseta Hvíta-Rússlands, Alexander Lúkasjenka. Hann hefur verið við völd síðan 1994 og hefur stundum verið kallaður síðasti einræðisherra Evrópu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hvítrússneskt íþróttafólk lendir í vandræðum á síðustu mánuðum. Skemmst er að minnast þess þegar spretthlauparinn Kristina Timanovskaya var tekin úr hvít-rússneska liðinu á Ólympíuleikunum í Tókýó síðasta sumar eftir að hafa gagnrýnt þjálfara sína. Hún sagði að hvítrússnesk stjórnvöld hefðu reynt að neyða sig til að koma til landsins. Timanovskaya neitaði því hins vegar af ótta við öryggi sitt. Hún leitaði verndar í pólska sendiráðinu í Tókýó og fékk seinna hæli í Varsjá. Lúkasjenka var kosinn forseti Hvíta-Rússlands í sjötta sinn sumarið 2020. Niðurstöður kosningarinnar hafa þó verið dregnar í efa en talið er að Svetlana Tíkanovskaja hafi verið réttmætur sigurvegari þeirra. Hún bauð sig fram eftir að eiginmaður hennar, Sergei Tíkanovskí, leiðtogi stjórnarandstöðunnar var handtekinn. Hann var seinna dæmdur í átján ára fangelsi. Fjölmargir aðrir stjórnarandstæðingar dúsa einnig í fangelsi. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Hvíta-Rússland Skíðaíþróttir Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Sjá meira
Þær Darya Dolidovich og Svyatlana Andrijuk segja að forseti hvítrússneska skíðagöngusambandsins, Alexander Darakhovich, hafi í desember tjáð þeim að þær mættu hvorki keppa á alþjóðlegum mótum né mæta á æfingar hjá landsliðinu. Þá hafi svokallaður FIS kóði þeirra verið ógildur í síðasta mánuði en hann gerir skíðagöngufólki kleift að keppa á mótum á vegum Alþjóða skíðasambandsins. Dolidovich og Adrijuk segja ástæðuna fyrir þessu að þær hafi gagnrýnt forseta Hvíta-Rússlands, Alexander Lúkasjenka. Hann hefur verið við völd síðan 1994 og hefur stundum verið kallaður síðasti einræðisherra Evrópu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hvítrússneskt íþróttafólk lendir í vandræðum á síðustu mánuðum. Skemmst er að minnast þess þegar spretthlauparinn Kristina Timanovskaya var tekin úr hvít-rússneska liðinu á Ólympíuleikunum í Tókýó síðasta sumar eftir að hafa gagnrýnt þjálfara sína. Hún sagði að hvítrússnesk stjórnvöld hefðu reynt að neyða sig til að koma til landsins. Timanovskaya neitaði því hins vegar af ótta við öryggi sitt. Hún leitaði verndar í pólska sendiráðinu í Tókýó og fékk seinna hæli í Varsjá. Lúkasjenka var kosinn forseti Hvíta-Rússlands í sjötta sinn sumarið 2020. Niðurstöður kosningarinnar hafa þó verið dregnar í efa en talið er að Svetlana Tíkanovskaja hafi verið réttmætur sigurvegari þeirra. Hún bauð sig fram eftir að eiginmaður hennar, Sergei Tíkanovskí, leiðtogi stjórnarandstöðunnar var handtekinn. Hann var seinna dæmdur í átján ára fangelsi. Fjölmargir aðrir stjórnarandstæðingar dúsa einnig í fangelsi.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Hvíta-Rússland Skíðaíþróttir Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Sjá meira