Erlent

Langflestar þungaðar konur sem leggjast inn vegna Covid eru óbólusettar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Bresk stjórnvöld hyggjast ráðast í átak til að fá þungaðar konur til að þiggja bólusetningu.
Bresk stjórnvöld hyggjast ráðast í átak til að fá þungaðar konur til að þiggja bólusetningu.

Stjórnvöld á Bretlandseyjum segja nær allar þungaðar konur sem lagðar hafa verið inn með Covid-19 hafi verið óbólusettar. Yfirvöld hafa ráðist í herferð til að fá óléttar konur til að þiggja bólusetningu.

Þungaðar konur verða hvattar til að bíða ekki með að láta bólusetja sig eða þiggja örvunarskammt. Þá verður lögð áhersla á að kynna þá hættu sem óléttum konum og ungabörnum stafar af Covid-19. 

Reynslusögur þungaðra kvenna verða birtar í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum og konur upplýstar um að bóluefnin gegn Covid-19 séu örugg fyrir óléttar konur og að þau hafi engin áhrif á frjósemi, að því er Guardian greinir frá.

Opinber gögn frá þeim aðila sem hefur eftirlit með þungunum sýna að 96,3 prósent óléttra kvenna sem lagðar voru inn með Covid-19 einkenni frá maí til október í fyrra voru óbólusett. Þriðjungur fékk einhvers konar öndunaraðstoð.

Í um 20 prósent tilvika þurfti að framkalla fæðingu fyrir tímann til að stuðla að bata hjá konunni og um 20 prósent barnanna þörfnuðust sérstakrar aðhlynningar.

Frá því í apríl í fyrra hafa 84 þúsund breskar þungaðar konur fengið einn skammt af bóluefni og fleiri en 80 þúsund tvo. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.