Aaron Rodgers svaraði fullum hálsi: Þessi blaðamaður er algjör ræfill Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2022 11:01 Aaron Rodgers hefur spilað frábærlega með Green Bay Packers en það að hann reyndi að halda réttindum bólusettra án þess að fara í bólusetningu fór ekki vel í suma. AP/Matt Ludtke Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, var kosinn mikilvægasti leikmaður NFL-deildarinnar á síðasta tímabili og á góða möguleika á því að vera kosinn aftur í ár. Hann var skelfilegur í fyrsta leiknum en hefur síðan spilað frábærlega með Green Bay Packers sem er með besta sigurhlutfallið í allri deildinni. Það vakti athygli þegar einn af hinum fimmtíu blaðamönnum sem fá að kjósa um hver sé mikilvægasti leikmaður NFL-deildarinnar á þessu tímabili sagði að hann gæti ekki hugsað sér að kjósa Rodgers í ár. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) Ástæðan væri þó ekki frammistaðan á vellinum heldur því hversu slæmur maður Rodgers væri og hversu illa hann hafi komið fram við félagið sitt og stuðningsmenn þess í aðdraganda tímabilsins. Rodgers var spurður út í ummælin og að hans mati snúast þau að mestu aðeins um eitt og að það hann sé ekki bólusettur. Rodgers leitaði til hómópata og taldi það nóg til að verja hann fyrir veirunni sem gekk ekki eftir. „Mér finnst þessi blaðamaður vera algjör ræfill (bum). Hann þekkir mig ekki og ég veit ekki hver þetta er ekki frekar en flestir aðrir áður en hann lét þetta frá sér í gær,“ sagði Aaron Rodgers. „Ég hlustaði á það sem sagði og það að hann hafi sagt að hann hafi ákveðið það í sumar að ég ætti núll prósent möguleika á að vera kosinn mikilvægastur. Að mínu mati ættu slíkt sjónarmið að útiloka hann frá því að skila inn atkvæðum í framtíðinni,“ sagði Rodgers. Aaron Rodgers just teed off on the NFL MVP voter who said he wouldn t vote for him because of off field issues. He s a bum His problem is that I m not vaccinated. This is great, enjoy: pic.twitter.com/d1t3THdwZB— Clay Travis (@ClayTravis) January 5, 2022 „Hans vandamál er ekki að það að ég sé einhver slæmur strákur eða mesti skíthællinn í deildinni því hann þekkir mig ekki neitt. Við höfum aldrei hist, aldrei borðað saman og hann hefur aldrei tekið við mig viðtal. Hans vandamál með mig er að ég er ekki bólusettur,“ sagði Rodgers. „Ef hann vill fara í krossferð eða stunda eitthvað leynimakk til að búa til aukastaf á verðlaunin svo að þau fái á þessu tímabili fái mikilvægasti bólusetti leikmaður deildarinnar, þá ætti hann bara að gera það,“ sagði Rodgers. „Hann er bara ræfill og ég ætla ekki að eyða tíma í að hafa áhyggjur af þessu því hann veit ekkert um mig og hefur aldrei talað við mig á sinni ævi. Það kom mér á óvart að hann skuli hafa sagt þetta en ég vissi að eitthvað svona væri möguleiki. Samt, klikkað,“ sagði Rodgers. Það má sjá hann svara þessum ummælum hér fyrir ofan. NFL Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast“ Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Brøndby náði í sigur heimafyrir Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sjá meira
Hann var skelfilegur í fyrsta leiknum en hefur síðan spilað frábærlega með Green Bay Packers sem er með besta sigurhlutfallið í allri deildinni. Það vakti athygli þegar einn af hinum fimmtíu blaðamönnum sem fá að kjósa um hver sé mikilvægasti leikmaður NFL-deildarinnar á þessu tímabili sagði að hann gæti ekki hugsað sér að kjósa Rodgers í ár. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) Ástæðan væri þó ekki frammistaðan á vellinum heldur því hversu slæmur maður Rodgers væri og hversu illa hann hafi komið fram við félagið sitt og stuðningsmenn þess í aðdraganda tímabilsins. Rodgers var spurður út í ummælin og að hans mati snúast þau að mestu aðeins um eitt og að það hann sé ekki bólusettur. Rodgers leitaði til hómópata og taldi það nóg til að verja hann fyrir veirunni sem gekk ekki eftir. „Mér finnst þessi blaðamaður vera algjör ræfill (bum). Hann þekkir mig ekki og ég veit ekki hver þetta er ekki frekar en flestir aðrir áður en hann lét þetta frá sér í gær,“ sagði Aaron Rodgers. „Ég hlustaði á það sem sagði og það að hann hafi sagt að hann hafi ákveðið það í sumar að ég ætti núll prósent möguleika á að vera kosinn mikilvægastur. Að mínu mati ættu slíkt sjónarmið að útiloka hann frá því að skila inn atkvæðum í framtíðinni,“ sagði Rodgers. Aaron Rodgers just teed off on the NFL MVP voter who said he wouldn t vote for him because of off field issues. He s a bum His problem is that I m not vaccinated. This is great, enjoy: pic.twitter.com/d1t3THdwZB— Clay Travis (@ClayTravis) January 5, 2022 „Hans vandamál er ekki að það að ég sé einhver slæmur strákur eða mesti skíthællinn í deildinni því hann þekkir mig ekki neitt. Við höfum aldrei hist, aldrei borðað saman og hann hefur aldrei tekið við mig viðtal. Hans vandamál með mig er að ég er ekki bólusettur,“ sagði Rodgers. „Ef hann vill fara í krossferð eða stunda eitthvað leynimakk til að búa til aukastaf á verðlaunin svo að þau fái á þessu tímabili fái mikilvægasti bólusetti leikmaður deildarinnar, þá ætti hann bara að gera það,“ sagði Rodgers. „Hann er bara ræfill og ég ætla ekki að eyða tíma í að hafa áhyggjur af þessu því hann veit ekkert um mig og hefur aldrei talað við mig á sinni ævi. Það kom mér á óvart að hann skuli hafa sagt þetta en ég vissi að eitthvað svona væri möguleiki. Samt, klikkað,“ sagði Rodgers. Það má sjá hann svara þessum ummælum hér fyrir ofan.
NFL Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast“ Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Brøndby náði í sigur heimafyrir Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sjá meira