Þeir brutu meðal annars upp á stemninguna í þættinum með glænýju lagi Unnsteins, Eitur. Lagið var raunar svo nýtt að það hafði ekki fengið nafn fyrr en rúmum sólarhring fyrir frumflutning þess.
Þeir félagar slógu svo botninn í þáttinn, að loknum fjörugum umræðum í boði leiðtoga stjórnmálaflokkanna, með öðru lagi. Það var lagið Lúser eftir Unnstein, en flutning þeirra má sjá og heyra hér að neðan.