Johnson segir færslu Diesels til marks um óheiðarleg brögð Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2021 16:11 Dwayne Johnson og Vin Diesel. Getty Dwayne „Grjótið“ Johnson segir ekki séns á því að hann taki aftur þátt í Fast and the Furious kvikmyndunum. Þá segir hann færslu leikarans Vin Diesel á samfélagsmiðlum um að hann ætti að snúa aftur hafa komið sér á óvart. Johson segist hafa rætt við Diesel síðasta sumar og gert honum ljóst að hann myndi aldrei taka aftur þátt í kvikmyndunum. Það hefði hann gert í einrúmi. „Ég stóð fast á mínu en var kurteis í orðavali og sagði að ég myndi alltaf standa við bakið á leikurunum og styðja kvikmyndaheiminn, en það væri ekki séns að ég myndi snúa aftur,” segir Johnson í viðtali við CNN sem birt var í gær. Því segir hann færslu Diesel frá því í nóvember hafa komið sér á óvart. Í þeirri færslu á Instagram kallaði Diesel Johnson litla bróður sinn og sagði heiminn iða í skinninu eftir tíundu myndinni í söguheiminum. „Börnin mín kalla þig Dwayne frænda og það líður ekki sá hátíðardagur sem þau senda þér ekki heillaóskir,“ skrifaði Diesel meðal annars. Hann vísaði einnig í Paul Walker, sem lék í myndunum en dó fyrir nokkrum árum, og sagði að Johnson yrði að taka þátt í myndinni. „Ég vona að þú mætir áskoruninni og uppfyllir örlög þín,“ skrifaði Diesel. Johnson segist ekki sáttur við þessi skrif Diesels. Hann sagði færsluna vitnisburð um óheiðarleg brögð hans. „Mér líkar ekki að hann talaði um börnin sín og dauða Paul Walker. Höldum þeim utan við þetta,“ sagði Johnson við CNN. Hann sagðist alltaf hafa verið viss um að ljúka aðkomu sinni að myndunum. Sú aðkoma hefði verið æðisleg og það væri miður að þessi opinberu samskipti hefðu komið niður á því. Frægar deilur Eins og frægt er hafa Johnson og Diesel deilt mjög á undanförnum árum en sú deila hófst árið 2016. Var það við atvik við tökur áttundu myndarinnar í söguheiminum. The Fate of the Furious. Þá gagnrýndi Johnson Diesel fyrir slæm vinnubrögð með óbeinum hætti. Í kjölfarið hefur hann sagt að hann sjái eftir því. Johnson hafði tilheyrt Fast-hópnum frá 2011. Sjá einnig: Andar ísköldu á milli Vin Diesel og The Rock Deilunum virtist vera lokið árið 2019 en þá gaf Diesel í skyn að Johnson hefði ekki staðið sig vel í leiklistinni við gerð kvikmyndanna og að Johnson hefði orðið reiður yfir tilraunum hans til að gera leik hans betri. Fyrr á þessu ári tilkynnti Johnson svo opinberlega að hann myndi ekki leika í fleiri kvikmyndum í söguheiminum, að undanskilinni framhalds mynd Hobbs & Shaw. Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Johson segist hafa rætt við Diesel síðasta sumar og gert honum ljóst að hann myndi aldrei taka aftur þátt í kvikmyndunum. Það hefði hann gert í einrúmi. „Ég stóð fast á mínu en var kurteis í orðavali og sagði að ég myndi alltaf standa við bakið á leikurunum og styðja kvikmyndaheiminn, en það væri ekki séns að ég myndi snúa aftur,” segir Johnson í viðtali við CNN sem birt var í gær. Því segir hann færslu Diesel frá því í nóvember hafa komið sér á óvart. Í þeirri færslu á Instagram kallaði Diesel Johnson litla bróður sinn og sagði heiminn iða í skinninu eftir tíundu myndinni í söguheiminum. „Börnin mín kalla þig Dwayne frænda og það líður ekki sá hátíðardagur sem þau senda þér ekki heillaóskir,“ skrifaði Diesel meðal annars. Hann vísaði einnig í Paul Walker, sem lék í myndunum en dó fyrir nokkrum árum, og sagði að Johnson yrði að taka þátt í myndinni. „Ég vona að þú mætir áskoruninni og uppfyllir örlög þín,“ skrifaði Diesel. Johnson segist ekki sáttur við þessi skrif Diesels. Hann sagði færsluna vitnisburð um óheiðarleg brögð hans. „Mér líkar ekki að hann talaði um börnin sín og dauða Paul Walker. Höldum þeim utan við þetta,“ sagði Johnson við CNN. Hann sagðist alltaf hafa verið viss um að ljúka aðkomu sinni að myndunum. Sú aðkoma hefði verið æðisleg og það væri miður að þessi opinberu samskipti hefðu komið niður á því. Frægar deilur Eins og frægt er hafa Johnson og Diesel deilt mjög á undanförnum árum en sú deila hófst árið 2016. Var það við atvik við tökur áttundu myndarinnar í söguheiminum. The Fate of the Furious. Þá gagnrýndi Johnson Diesel fyrir slæm vinnubrögð með óbeinum hætti. Í kjölfarið hefur hann sagt að hann sjái eftir því. Johnson hafði tilheyrt Fast-hópnum frá 2011. Sjá einnig: Andar ísköldu á milli Vin Diesel og The Rock Deilunum virtist vera lokið árið 2019 en þá gaf Diesel í skyn að Johnson hefði ekki staðið sig vel í leiklistinni við gerð kvikmyndanna og að Johnson hefði orðið reiður yfir tilraunum hans til að gera leik hans betri. Fyrr á þessu ári tilkynnti Johnson svo opinberlega að hann myndi ekki leika í fleiri kvikmyndum í söguheiminum, að undanskilinni framhalds mynd Hobbs & Shaw.
Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira