Sport

Systkini fremst Íslendinga í karate

Sindri Sverrisson skrifar
Ronja Halldórsdóttir og Hugi Halldórsson voru sigursæl á árinu sem er að líða.
Ronja Halldórsdóttir og Hugi Halldórsson voru sigursæl á árinu sem er að líða. KAÍ

Karatefólk ársins hefur verið valið og svo skemmtilega vill til að systkini urðu nú þess heiðurs aðnjótandi.

Þau Ronja og Hugi Halldórsbörn æfa með Karatefélagi Reykjavíkur og eru karatekona og karatemaður ársins 2021.

Það er stjórn Karatesambands Íslands sem sér um valið og hér að neðan má sjá rökstuðning hennar fyrir valinu:

Karatekona ársins 2021: Ronja Halldórsdóttir, KFR

Ronja er ung og efnileg karatekona sem hefur verið að keppa bæði innanlands sem erlendis með góðum árangri. Hún keppir í báðum keppnisgreinum karate og var nálægt því að vinna til verðlauna í báðum greinum á Norðurlandameistaramótinu í ár.

Árangur Ronju á árinu:

3. sæti NM í kumite junior kvenna – 59 kg.

Bikarmeistari kvenna 2021

1. sæti á RIG 2021 kumite senior female -61 kg

1. sæti á RIG 2021 kumite junior female +53 kg

1. sæti ÍM kumite senior female -61 kg

2. sæti ÍMU í kata junior female

2. sæti ÍMU kumite female -59 kg

Karatemaður ársins 2021: Hugi Halldórsson, KFR

Hugi er vaxandi karatemaður sem keppir í báðum greinum karate. Hann er að stíga sín fyrstu spor sem junior (16-17 ár) keppandi og hefur náð frábærum árangri bæði innlands sem utan. Einnig hefur hann tekið þátt í fullorðinsmótum innanlands og verið sigursæll á árinu.

Árangur Huga á árinu:

Norðurlandameistari í kumite Junior -76 kg

Bikarmeistari karla 2021

1. sæti á RIG 2021 kumite cadet male +63 kg

1. sæti á RIG 2021 kata male cadet

1. sæti ÍM kumite senior male -75 kg

1. sæti ÍMU kumite junior male +68 kg

2. sæti ÍMU í kata junior male

3. sæti ÍM kata senior male




Fleiri fréttir

Sjá meira


×