Krakkar í Grundarfirði brjóta upp á kófið og gefa út jólalag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. desember 2021 16:30 Krakkarnir í kórnum eru um tuttugu. Aðsend „Jæja kæru vinir nú er jólafrí, skundum heim í fílinginn og treystum því að allt fari vel og amma fái að kíkja í heimsókn. Sóttkví, grímur, skólabækur, fjas og fár, skelltu þér í Covid-test og vertu klár fyrir jólaboð, áramótapartý og gleði.“ Svona hefst jólakveðja kennara og nemenda Grunnskóla Grundarfjarðar sem var gefin út á föstudag. Kveðjan er sungin af nýstofnuðum skólakór grunnskólans við lagið Islands in the Stream, sem hefur skapað sér sess sem jólalag hér á landi eftir að Baggalútur tók lagið og breytti í Kósíheit par exelans. Gréta Sigurðardóttir, grunnskólakennari og stjórnandi skólakórsins í Grundarfirði.Aðsend „Í fyrra gerðum við kennararnir svona jólakveðjulag, sungum inn og bjuggum til vídeó. Í ár ákváðum við að gera þetta aftur en að leyfa nemendum að vera í aðalhlutverki,“ segir Gréta Sigurðardóttir, kennari við skólann og stjórnandi skólakórsins. Lilja Magnúsdóttir, bókasafnsvörður við skólann, samdi textann við lagið. „Ég valdi nokkra til að syngja og við fórum í upptökur. Við erum mjög heppin að hafa Þorkel Mána Þorkelsson, hljóðmeistara, þannig að við erum með alvöru stúdíó hérna í Grundarfirði,“ segir Gréta. Hún segir upptökurnar hafa verið velkomna tilbreytingu fyrir krakkana, sem voru margir svo óheppnir að annað hvort smitast af kórónuveirunni eða fara í sóttkví í nóvember og lá skólastarf alveg niðri í nokkurn tíma vegna faraldursins. Mikill áhugi er á söngstarfi meðal nemenda í Grunnskóla Grundarfjarðar.Aðsend „Sem betur fer veiktist ekkert barn alvarlega, það sluppu allir rosalega vel. En það var allt dautt í bænum og lítið líf en sem betur fer náðum við að rétta þetta af og í rauninni sluppum við. Það hefur ekkert komið meira. Maður fann alveg hvað allir voru glaðir að komast aftur í skólann af því að desember er alltaf svo annríkur og gaman að geta haldið uppi jólahefðum og stemningu í skólanum. Við erum mjög fegin því að geta gert gott úr öllu þrátt fyrir sóttvarnalög.“ „Við gátum ekki haldið tónleika fyrir foreldra út af Covid og svo er búið að vera bara svo lítið um nokkuð sem tengist foreldrum, sýningar eða slíkt. Þannig að okkur fannst bara tilvalið að gera svona aftur og leyfa nemendunum að vera í aðalhlutverki,“ segir Gréta. Tuttugu krakkar í 1. til 7. bekk eru skráðir í skólakórinn, sem er talsvert stór hluti nemenda við skólann, sem samtals eru 104, að meðtalinni fimm ára deild. „Það er bara svo merkilegt hvað það brýtur upp starfið og lífgar upp á að gera eitthvað svona. Það er rosalega mikill söngáhugi, margir krakkar, það var alveg erfitt að velja úr og margir efnilegir söngvarar.“ Gréta segir að upptaka lagsins hafi brotið vel upp á skólastarfið.Aðsend Jól Grundarfjörður Krakkar Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Svona hefst jólakveðja kennara og nemenda Grunnskóla Grundarfjarðar sem var gefin út á föstudag. Kveðjan er sungin af nýstofnuðum skólakór grunnskólans við lagið Islands in the Stream, sem hefur skapað sér sess sem jólalag hér á landi eftir að Baggalútur tók lagið og breytti í Kósíheit par exelans. Gréta Sigurðardóttir, grunnskólakennari og stjórnandi skólakórsins í Grundarfirði.Aðsend „Í fyrra gerðum við kennararnir svona jólakveðjulag, sungum inn og bjuggum til vídeó. Í ár ákváðum við að gera þetta aftur en að leyfa nemendum að vera í aðalhlutverki,“ segir Gréta Sigurðardóttir, kennari við skólann og stjórnandi skólakórsins. Lilja Magnúsdóttir, bókasafnsvörður við skólann, samdi textann við lagið. „Ég valdi nokkra til að syngja og við fórum í upptökur. Við erum mjög heppin að hafa Þorkel Mána Þorkelsson, hljóðmeistara, þannig að við erum með alvöru stúdíó hérna í Grundarfirði,“ segir Gréta. Hún segir upptökurnar hafa verið velkomna tilbreytingu fyrir krakkana, sem voru margir svo óheppnir að annað hvort smitast af kórónuveirunni eða fara í sóttkví í nóvember og lá skólastarf alveg niðri í nokkurn tíma vegna faraldursins. Mikill áhugi er á söngstarfi meðal nemenda í Grunnskóla Grundarfjarðar.Aðsend „Sem betur fer veiktist ekkert barn alvarlega, það sluppu allir rosalega vel. En það var allt dautt í bænum og lítið líf en sem betur fer náðum við að rétta þetta af og í rauninni sluppum við. Það hefur ekkert komið meira. Maður fann alveg hvað allir voru glaðir að komast aftur í skólann af því að desember er alltaf svo annríkur og gaman að geta haldið uppi jólahefðum og stemningu í skólanum. Við erum mjög fegin því að geta gert gott úr öllu þrátt fyrir sóttvarnalög.“ „Við gátum ekki haldið tónleika fyrir foreldra út af Covid og svo er búið að vera bara svo lítið um nokkuð sem tengist foreldrum, sýningar eða slíkt. Þannig að okkur fannst bara tilvalið að gera svona aftur og leyfa nemendunum að vera í aðalhlutverki,“ segir Gréta. Tuttugu krakkar í 1. til 7. bekk eru skráðir í skólakórinn, sem er talsvert stór hluti nemenda við skólann, sem samtals eru 104, að meðtalinni fimm ára deild. „Það er bara svo merkilegt hvað það brýtur upp starfið og lífgar upp á að gera eitthvað svona. Það er rosalega mikill söngáhugi, margir krakkar, það var alveg erfitt að velja úr og margir efnilegir söngvarar.“ Gréta segir að upptaka lagsins hafi brotið vel upp á skólastarfið.Aðsend
Jól Grundarfjörður Krakkar Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira