Sonur hennar Christopher Rice greinir frá andlátinu á samfélagsmiðlum og segir að dánarmeinið hafi verið fylgikvillar heilablóðfalls.
Anne Rice sló í gegn með fyrstu bók sinni Interview with the Vampire sem var gefin út árið 1976. Þar var vampíran Lestat kynnt til leiks sem er aðalsöguhetjan í Chronicles-bókaseríunni. Sagnaflokkurinn spannaði alls þrettán bækur og kom sú síðasta út árið 2018.
Kvikmynd byggð á skáldsögunni Interview with the Vampire var frumsýnd árið 1994 og endurglæddi áhugann á vampírusögum.
Rice fæddist í New Orleans en bjó stærstan hluta ævi sinnar í Kaliforníu. Sonur hennar Christopher Rice var við hlið hennar á dánarbeðinu.