Markmiðið er að efla listrænt og tónlistarlegt samspil Norðurlandanna og efla þeirra vettvang á evrópskum mörkuðum í heild.
Framlag Íslands til verðlaunanna í ár er kvikmyndatónskáldið Tóti Guðnason fyrir skor hans í kvikmyndinni Dýrið (e. LAMB). Dómnefndin valdi verk hans með eftirfarandi rökstuðningi:
„Kvikmyndin Dýrið er yfirnáttúruleg hryllingsmynd sem gerist á sauðfjárbúi á Íslandi og fylgir barnlausum hjónum í gegnum undarlega atburði sem gerast á bænum. Frumsamin tónlist myndarinnar er samin af Tóta Guðnasyni og ber sterk einkenni tónskáldsins. Myndin sem heldur jafnvægi á milli þess að vera yfirnáttúruleg spennumynd og fáránleg gamanmynd, lætur margt ósagt og byggir á sjónrænni frásagnarlist, leikin yfir tignarlega hátíðleika tónlistar Tóta Guðnasonar. Kvikmyndin lætur tónlist og hljóðhönnun segja söguna á lúmskan máta sem ólíklegt er að orð samsvari.“

Endanleg ákvörðun er tekin af alþjóðlegri dómnefnd sem samanstendur af fagfólki frá Bretlandi og Evrópu. Í ár skipa dómnefndina Gaute Storaas frá Noregi sem er sigurvegari verðlaunanna ‘HARPA’ árið 2020; Harriet Moss frá Bretlandi, framkvæmdastjóri Manners McDade Artist Management LLP; Michael Aust frá Þýskalandi og hátíðarstjóri SoundTrack_Cologne & SoundTrack_Zurich; Nainita Desai einnig frá Bretlandi sem er verðlaunað kvikmynda- og margmiðlunartónskáld; og að lokum Simon Greenaway, frá Bretlandi og er varaforseti ASCAP, Membership UK/Europe.
Verðlaunin verða afhent sigurvegaranum þann 13. febrúar í Berlín á Berlinale, Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín.