Hlaupið nái sennilega hámarki á sunnudag Fanndís Birna Logadóttir skrifar 3. desember 2021 16:38 Íshellan í Grímsvötnum heldur áfram að síga og eykst rennsli í Gígjukvísl stöðugt. Mynd/Jón Grétar Sigurðsson Íshellan í Grímsvötnum heldur áfram að síga og eykst rennsli stöðugt úr jöklinum. Prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands segir að hlaupið muni sennilega ná hámarki um helgina og er ekki hægt að útiloka að gos fylgi í kjölfarið. Frá því að mælingar sýndu að íshellan í Grímsvötnum væri byrjuð að síga fyrir tíu dögum hefur hún sigið um rúma 25 metra frá því að hún mældist hæst en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hefur íshellan sigið um rúma átta metra síðastliðinn sólarhring. Í Gígjukvísl eykst rennslið stöðugt og í gær var rennslið rúmir ellefu hundruð rúmmetrar á sekúndu. Samkvæmt nýjustu mælingum Veðurstofunnar sem birtar voru nú síðdegis er rennsli í Gígjukvísl nú 1600 rúmmetrar á sekúndu og rafleiðni fer hækkandi. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að nýjustu mælingar falli nokkuð vel að þeim rennslisspám sem gerðar hafa verið en ef miklar breytingar verða á þróun rennslisins úr Grímsvötnum mun það hafa áhrif á hvenær flóðatoppnum er náð. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir að staðan á jökulhlaupinu í Grímsvötnum sé í takt við spár. „Núna er svona tæplega helmingur af vatninu komið út úr Grímsvötnum og rennslið er að nálgast tvö þúsund rúmmetra á sekúndu miðað við mælingar Jarðvísindastofnunar þarna upp frá. Síðan er verið að vakta ánna og vatnamælingar Veðurstofunnar mæla rennslið. Þar er ekki komið eins mikið vatn, það er töluvert mikið vatn undir jöklinum enn þá,“ segir Magnús. Jón Grétar Sigurðsson frá Atlantsflugi flaug yfir svæðið í morgun, 3. desember.Mynd/Jón Grétar Sigurðsson Að sögn Magnúsar er sennilegt að rennslið úr jöklinum nái hámarki á sunnudag, eða þar um bil, og verður hámarksrennslið líklega um fjögur þúsund rúmmetrar á sekúndu. Hlaupið í ár líkist meira hlaupum sem komu fyrir Gjálpargosið árið 1996, þar sem aðstæður breyttust mikið. „Nú er þetta að líkjast því sem var á áttunda, níunda og tíunda áratug síðustu aldar þar sem Grímsvatna hlaupin voru ekki mjög stór, en þetta verður þó sjálfsagt núna tvöfalt eða þrefalt stærra en Skaftárhlaupin eru,“ segir Magnús. Þá er ekki hægt að útiloka að það gjósi í Grímsvötnum, þó engin merki séu um það að svo stöddu. „Það er nú bara eitthvað sem við verðum að vera undirbúin að geti gerst. Við sjáum engin merki enn þá, það eru engin merki, engir jarðskjálftar, en það verður bara að koma í ljós,“ segir Magnús. „Það er líklegast að það þurfi að hafa augun mjög á hlutunum svona þegar kemur fram á helgina, þegar það fer í hámarkið og fljótlega eftir það. Miðað við söguna þá er það sá tími sem að, ef að það gerist á annað borð, þá hefur það tilhneigingu til að gera það á þessum tíma,“ segir Magnús. Grímsvötn Skaftárhreppur Hornafjörður Tengdar fréttir Íshellan í Grímsvötnum hefur lækkað um 23 metra Íshellan í Grímsvötnum hélt áfram að síga í nótt og hefur nú sigið um rúma 23 metra frá því að hún mældist hæst. 3. desember 2021 06:42 Gígjukvísl orðin tíföld og grannt fylgst með merkjum um gosóróa Hlaupið úr Grímsvötnum brýst núna fram á Skeiðarársandi með vaxandi þunga og var vatnsrennsli í Gígjukvísl í dag orðið tífalt miðað við árstíma. Veðurstofan segir í tilkynningu nú síðdegis að vísindamönnum komi saman um að Grímsvötn séu tilbúin að gjósa. Engin merki hafa þó enn sést um eldsumbrot. 2. desember 2021 20:55 Svona er staðan í Grímsvötnum séð úr flugvélinni hjá RAX Íshellan í Grímsvötnum hefur sigið um tæpa tíu metra og gert er ráð fyrir að hlaup hefjist nú um helgina. Búist er við að hlaupið verði minna en spár gerðu upphaflega ráð fyrir en áfram eru taldar líkur á að gos fylgi í kjölfarið. Ragnar Axelsson, RAX, flaug yfir Grímsvötn í dag. 1. desember 2021 16:31 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda Sjá meira
Frá því að mælingar sýndu að íshellan í Grímsvötnum væri byrjuð að síga fyrir tíu dögum hefur hún sigið um rúma 25 metra frá því að hún mældist hæst en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hefur íshellan sigið um rúma átta metra síðastliðinn sólarhring. Í Gígjukvísl eykst rennslið stöðugt og í gær var rennslið rúmir ellefu hundruð rúmmetrar á sekúndu. Samkvæmt nýjustu mælingum Veðurstofunnar sem birtar voru nú síðdegis er rennsli í Gígjukvísl nú 1600 rúmmetrar á sekúndu og rafleiðni fer hækkandi. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að nýjustu mælingar falli nokkuð vel að þeim rennslisspám sem gerðar hafa verið en ef miklar breytingar verða á þróun rennslisins úr Grímsvötnum mun það hafa áhrif á hvenær flóðatoppnum er náð. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir að staðan á jökulhlaupinu í Grímsvötnum sé í takt við spár. „Núna er svona tæplega helmingur af vatninu komið út úr Grímsvötnum og rennslið er að nálgast tvö þúsund rúmmetra á sekúndu miðað við mælingar Jarðvísindastofnunar þarna upp frá. Síðan er verið að vakta ánna og vatnamælingar Veðurstofunnar mæla rennslið. Þar er ekki komið eins mikið vatn, það er töluvert mikið vatn undir jöklinum enn þá,“ segir Magnús. Jón Grétar Sigurðsson frá Atlantsflugi flaug yfir svæðið í morgun, 3. desember.Mynd/Jón Grétar Sigurðsson Að sögn Magnúsar er sennilegt að rennslið úr jöklinum nái hámarki á sunnudag, eða þar um bil, og verður hámarksrennslið líklega um fjögur þúsund rúmmetrar á sekúndu. Hlaupið í ár líkist meira hlaupum sem komu fyrir Gjálpargosið árið 1996, þar sem aðstæður breyttust mikið. „Nú er þetta að líkjast því sem var á áttunda, níunda og tíunda áratug síðustu aldar þar sem Grímsvatna hlaupin voru ekki mjög stór, en þetta verður þó sjálfsagt núna tvöfalt eða þrefalt stærra en Skaftárhlaupin eru,“ segir Magnús. Þá er ekki hægt að útiloka að það gjósi í Grímsvötnum, þó engin merki séu um það að svo stöddu. „Það er nú bara eitthvað sem við verðum að vera undirbúin að geti gerst. Við sjáum engin merki enn þá, það eru engin merki, engir jarðskjálftar, en það verður bara að koma í ljós,“ segir Magnús. „Það er líklegast að það þurfi að hafa augun mjög á hlutunum svona þegar kemur fram á helgina, þegar það fer í hámarkið og fljótlega eftir það. Miðað við söguna þá er það sá tími sem að, ef að það gerist á annað borð, þá hefur það tilhneigingu til að gera það á þessum tíma,“ segir Magnús.
Grímsvötn Skaftárhreppur Hornafjörður Tengdar fréttir Íshellan í Grímsvötnum hefur lækkað um 23 metra Íshellan í Grímsvötnum hélt áfram að síga í nótt og hefur nú sigið um rúma 23 metra frá því að hún mældist hæst. 3. desember 2021 06:42 Gígjukvísl orðin tíföld og grannt fylgst með merkjum um gosóróa Hlaupið úr Grímsvötnum brýst núna fram á Skeiðarársandi með vaxandi þunga og var vatnsrennsli í Gígjukvísl í dag orðið tífalt miðað við árstíma. Veðurstofan segir í tilkynningu nú síðdegis að vísindamönnum komi saman um að Grímsvötn séu tilbúin að gjósa. Engin merki hafa þó enn sést um eldsumbrot. 2. desember 2021 20:55 Svona er staðan í Grímsvötnum séð úr flugvélinni hjá RAX Íshellan í Grímsvötnum hefur sigið um tæpa tíu metra og gert er ráð fyrir að hlaup hefjist nú um helgina. Búist er við að hlaupið verði minna en spár gerðu upphaflega ráð fyrir en áfram eru taldar líkur á að gos fylgi í kjölfarið. Ragnar Axelsson, RAX, flaug yfir Grímsvötn í dag. 1. desember 2021 16:31 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda Sjá meira
Íshellan í Grímsvötnum hefur lækkað um 23 metra Íshellan í Grímsvötnum hélt áfram að síga í nótt og hefur nú sigið um rúma 23 metra frá því að hún mældist hæst. 3. desember 2021 06:42
Gígjukvísl orðin tíföld og grannt fylgst með merkjum um gosóróa Hlaupið úr Grímsvötnum brýst núna fram á Skeiðarársandi með vaxandi þunga og var vatnsrennsli í Gígjukvísl í dag orðið tífalt miðað við árstíma. Veðurstofan segir í tilkynningu nú síðdegis að vísindamönnum komi saman um að Grímsvötn séu tilbúin að gjósa. Engin merki hafa þó enn sést um eldsumbrot. 2. desember 2021 20:55
Svona er staðan í Grímsvötnum séð úr flugvélinni hjá RAX Íshellan í Grímsvötnum hefur sigið um tæpa tíu metra og gert er ráð fyrir að hlaup hefjist nú um helgina. Búist er við að hlaupið verði minna en spár gerðu upphaflega ráð fyrir en áfram eru taldar líkur á að gos fylgi í kjölfarið. Ragnar Axelsson, RAX, flaug yfir Grímsvötn í dag. 1. desember 2021 16:31