Fótbolti

Cloé Eyja lék sinn fyrsta leik fyrir kanadíska landsliðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cloé Eyja Lacasse fagnar hér marki með Benfica í Meistaradeildinni.
Cloé Eyja Lacasse fagnar hér marki með Benfica í Meistaradeildinni. AP/Adam Ihse

Hin íslensk-kanadíska Cloé Eyja Lacasse spilaði sinn fyrsta A-landsleik um helgina þegar Kanada tapaði 2-1 á móti Mexíkó í vináttulandsleik.

Cloé Eyja sem er með íslenska ríkisborgararétt en KSÍ fékk ekki keppnisleyfi fyrir hana á sínum tíma. Lacasse hafði ekki verið valin í kanadíska landsliðið þá en það breyttist fyrr á þessu ári.

Frábær frammistaða Cloé með portúgalska liðinu Benfica tryggði henni loksins sæti í kanadíska landsliðshópnum.

Lacasse kom síðan inn á í fyrsta sinn í leiknum við Mexíkó og spilaði síðustu 29 mínútur leiksins.

Lacasse fékk tvö góð tækifæri en tókst ekki að opna markareikninginn sinn. Hún minnti samt á sig með góðri frammistöðu.

Fyrra mark Mexíkó í leiknum skoraði Borgarstjórinn Stephany Mayor sem lék lengi með Þór/KA á Akureyri. Mayor fékk viðurnefnið Borgarstjórinn út af beinni þýðingu á nafninu sínu sem og hvernig hún var allt í öllu í sóknarleik Akureyrarliðsins.

Cloé Eyja er á sínu þriðja tímabili með Benfica og er með 9 mörk og 5 stoðsendingar í 14 leikjum á þessu tímabili. Samtals hefur hún skorað 56 mörk í aðeins 66 leikjum fyrir portúgalska liðið frá því að hún kom þangað frá ÍBV sumarið 2019.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.