Arnar Daði: Áttum svör við öllu í sóknarleik ÍBV Andri Már Eggertsson skrifar 28. nóvember 2021 17:35 Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, var ánægður með sigur dagsins Vísir/Hulda Margrét Grótta vann ótrúlegan tíu marka sigur á ÍBV 36-26. Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, var hæstánægður með hvernig Grótta svaraði síðasta leik. „Þessir strákar fara fljótlega að hætta að koma mér á óvart. Við áttum mjög slakan leik gegn Selfossi í síðustu umferð. Ég spurði strákana mína eftir síðasta leik hvort þeir ætli að spila eins gegn ÍBV sem þeir gerðu ekki og er ég mjög ánægður með það,“ sagði Arnar Daði eftir leik. Grótta byrjaði leikinn af miklum krafti. Eftir tíu mínútur var staðan 8-1 og þurfti Arnar Daði að klípa sig á meðan áhlaupinu stóð. „Ég kleip í mín 25 prósent. Þessi byrjun var ótrúleg. Ég sagði við liðið mitt að þeir skulduðu að byrja leik af krafti. Við höfum verið að sigla með andstæðingunum í staðinn fyrir að taka frumkvæði.“ „Við áttum svör við öllum þeirra sóknarleik og þegar ÍBV fékk dauðafæri þá varði Einar Baldvin Baldvinsson það. Það er ljóst að þetta er ástæðan fyrir því að við erum í þessu.“ Rúnar Kárason átti sinn slakasta leik á tímabilinu í dag. Þegar Arnar Daði hélt úti hlaðvarpinu Handkastið þá var Rúnar Kárason hornið fastur dagskrárliður í Handkastinu. „Rúnar ásamt fleirum í ÍBV átti ekki sinn besta dag. Það er líka okkar að sjá til þess að andstæðingurinn nær sér ekki á strik,“ sagði Arnar Daði og óskaði eftir að þema lagið í horni Rúnars yrði spilað á meðan farið verður yfir hans leik. Arnar Daði vildi ekki gefa út þá yfirlýsingu að Grótta ætlaði sér að fara í úrslitakeppnina. „Við eigum KA í næstu viku og þá er deildin næstum því hálfnuð. KA er stórt próf fyrir okkur og verðum við að sýna okkar rétta andlit þar,“ sagði Arnar Daði að lokum. Grótta Olís-deild karla Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Fleiri fréttir Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Dagskráin: Meistararnir mæta í Mosfellsbæ og Orkumótið í Eyjum Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Skórnir hennar seldust upp á mínútu Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Íslenska landsliðið í krikket á leiðinni til Varsjár Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Sjá meira
„Þessir strákar fara fljótlega að hætta að koma mér á óvart. Við áttum mjög slakan leik gegn Selfossi í síðustu umferð. Ég spurði strákana mína eftir síðasta leik hvort þeir ætli að spila eins gegn ÍBV sem þeir gerðu ekki og er ég mjög ánægður með það,“ sagði Arnar Daði eftir leik. Grótta byrjaði leikinn af miklum krafti. Eftir tíu mínútur var staðan 8-1 og þurfti Arnar Daði að klípa sig á meðan áhlaupinu stóð. „Ég kleip í mín 25 prósent. Þessi byrjun var ótrúleg. Ég sagði við liðið mitt að þeir skulduðu að byrja leik af krafti. Við höfum verið að sigla með andstæðingunum í staðinn fyrir að taka frumkvæði.“ „Við áttum svör við öllum þeirra sóknarleik og þegar ÍBV fékk dauðafæri þá varði Einar Baldvin Baldvinsson það. Það er ljóst að þetta er ástæðan fyrir því að við erum í þessu.“ Rúnar Kárason átti sinn slakasta leik á tímabilinu í dag. Þegar Arnar Daði hélt úti hlaðvarpinu Handkastið þá var Rúnar Kárason hornið fastur dagskrárliður í Handkastinu. „Rúnar ásamt fleirum í ÍBV átti ekki sinn besta dag. Það er líka okkar að sjá til þess að andstæðingurinn nær sér ekki á strik,“ sagði Arnar Daði og óskaði eftir að þema lagið í horni Rúnars yrði spilað á meðan farið verður yfir hans leik. Arnar Daði vildi ekki gefa út þá yfirlýsingu að Grótta ætlaði sér að fara í úrslitakeppnina. „Við eigum KA í næstu viku og þá er deildin næstum því hálfnuð. KA er stórt próf fyrir okkur og verðum við að sýna okkar rétta andlit þar,“ sagði Arnar Daði að lokum.
Grótta Olís-deild karla Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Fleiri fréttir Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Dagskráin: Meistararnir mæta í Mosfellsbæ og Orkumótið í Eyjum Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Skórnir hennar seldust upp á mínútu Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Íslenska landsliðið í krikket á leiðinni til Varsjár Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Sjá meira