Konan sem fór í keisaraskurð vegna Covid-19 óbólusett Snorri Másson skrifar 22. nóvember 2021 12:09 Frá Landspítalanum. Vísir/Einar Covid-smituð kona sem undirgekkst keisaraskurð í mánuðinum hafði ekki fengið bólusetningu samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Sagt var frá því í gær að barn hafi verið tekið með keisaraskurði á Landspítala í mánuðinum vegna Covid-veikinda móðurinnar. Móðirin hafði ekki klárað fulla meðgöngu, heldur þurftu læknar að grípa til þessa ráðs svo að hún gæti lagst á grúfu til að ná betri öndun. Öðruvísi var það ekki hægt enda konan gengin svo langt á leið. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er konan pólsk og hafði ekki fengið bólusetningu við Covid-19. Landlæknir mælir með bólusetningu barnshafandi kvenna eftir að fyrstu 12 vikum meðgöngu er lokið. Í ágúst voru tólf prósent sextán ára og eldri óbólusett á Íslandi. Meirihluti, eða 60,4 prósent, var með erlent ríkisfang. Þegar litið er á íbúa með erlent ríkisfang í heild voru 48 prósent þeirra óbólusett í ágúst. Ísland er í 18. sæti á heimsvísu í bólusetningarhlutfalli með tæplega 80% fullbólusettra. Óbólusettir eru þó í meirihluta af inniliggjandi sjúklingum á Landspítala 13 af 22, tæp 60%. Agnieszka Sokolowska, þjónustufulltrúi hjá Reykjavíkurborg, fædd í Póllandi en búsett hér á landi í fjórtán ár, ræddi þennan vanda við fréttastofu í liðinni viku. Hún kvaðst hafa tekið eftir ótta við bólusetningar meðal samlanda sinna, þó að hún gæti að sjálfsögðu ekki talað fyrir hönd allra. Hreyfing bólusetningarandstæðinga væri mjög sterk í Póllandi. „Og þetta hefur áhrif. Pólverjar hér á Íslandi eru oft að fylgjast með fréttunum frá heimalandi sínu, ekki sérstaklega íslenskum fréttum. Og það er bara áhyggjur um óöryggi bóluefnisins eða aukaverkanir,“ sagði Agnieszka og bætti við að upplifun sumra í fyrstu bylgju hafi verið á þá leið að Íslendingar ættu frekar tilkall til bóluefnis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Landspítalinn Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Sjá meira
Sagt var frá því í gær að barn hafi verið tekið með keisaraskurði á Landspítala í mánuðinum vegna Covid-veikinda móðurinnar. Móðirin hafði ekki klárað fulla meðgöngu, heldur þurftu læknar að grípa til þessa ráðs svo að hún gæti lagst á grúfu til að ná betri öndun. Öðruvísi var það ekki hægt enda konan gengin svo langt á leið. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er konan pólsk og hafði ekki fengið bólusetningu við Covid-19. Landlæknir mælir með bólusetningu barnshafandi kvenna eftir að fyrstu 12 vikum meðgöngu er lokið. Í ágúst voru tólf prósent sextán ára og eldri óbólusett á Íslandi. Meirihluti, eða 60,4 prósent, var með erlent ríkisfang. Þegar litið er á íbúa með erlent ríkisfang í heild voru 48 prósent þeirra óbólusett í ágúst. Ísland er í 18. sæti á heimsvísu í bólusetningarhlutfalli með tæplega 80% fullbólusettra. Óbólusettir eru þó í meirihluta af inniliggjandi sjúklingum á Landspítala 13 af 22, tæp 60%. Agnieszka Sokolowska, þjónustufulltrúi hjá Reykjavíkurborg, fædd í Póllandi en búsett hér á landi í fjórtán ár, ræddi þennan vanda við fréttastofu í liðinni viku. Hún kvaðst hafa tekið eftir ótta við bólusetningar meðal samlanda sinna, þó að hún gæti að sjálfsögðu ekki talað fyrir hönd allra. Hreyfing bólusetningarandstæðinga væri mjög sterk í Póllandi. „Og þetta hefur áhrif. Pólverjar hér á Íslandi eru oft að fylgjast með fréttunum frá heimalandi sínu, ekki sérstaklega íslenskum fréttum. Og það er bara áhyggjur um óöryggi bóluefnisins eða aukaverkanir,“ sagði Agnieszka og bætti við að upplifun sumra í fyrstu bylgju hafi verið á þá leið að Íslendingar ættu frekar tilkall til bóluefnis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Landspítalinn Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Sjá meira