Sport

Guðlaugur Victor spilaði í svekkjandi jafntefli

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Victor fær að líta gula spjaldið í kvöld. Andstæðingar hans virðast hafa viljað sjá rautt spjald fara á loft.
Victor fær að líta gula spjaldið í kvöld. Andstæðingar hans virðast hafa viljað sjá rautt spjald fara á loft. vísir/Getty

Ef hægt er að tala um stórveldaslag í B-deild fór slíkur leikur fram í Þýskalandi í kvöld þegar Werder Bremen fékk Schalke í heimsókn í þýsku B-deildinni.

Guðlaugur Victor Pálsson hóf leik á miðju Schalke en var skipt af velli í leikhléi og hafði þá uppskorið gult spjald.

Ekkert mark var skorað fyrr en á 82.mínútu þegar Simon Terodde kom gestunum í Schalke í forystu.

Heimamenn náðu að jafna metin á afar vafasaman hátt en Nico Fullkrug skoraði mark úr vítaspyrnu þegar sjö mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Var vítaspyrnan dæmd eftir að dómarinn hafði skoðað atvikið í VAR en um afar umdeildan dóm var að ræða.

Lokatölur engu að síður 1-1 og munar því áfram þremur stigum á liðunum sem eru í sjöunda og áttunda sæti. Schalke í því sjöunda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×