Osaka hefur áhyggjur af týndu tenniskonunni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. nóvember 2021 15:00 Naomi Osaka er ein stærsta íþróttastjarna heims. getty/TPN Naomi Osaka hefur áhyggjur af kínversku tenniskonunni Peng Shuai sem hefur ekki sést opinberlega síðan hún sakaði fyrrverandi varaforsætisráðherra Kína um kynferðisofbeldi. Í færslu á samfélagsmiðlinum Weibo í byrjun mánaðarins sagði Peng að Zhang Gaoli, sem var varaforsætisráðherra Kína á árunum 2013-18, hefði þvingað sig til að stunda kynlíf með honum. Færslunni var fljótlega eytt sem og öðru efni frá Peng á Weibo. Þá var ekki einu sinni hægt að leita eftir orðinu tennis á Weibo sem kínverski kommúnistaflokkurinn vaktar. Ekki hefur sést til Peng frá því að hún skrifaði færsluna. Alþjóðatennissamband kvenna (WTA) hefur þó fengið það staðfest að Peng sé ekki í hættu. Enn hefur þó ekki náðst í hana. Nokkrar tennisstjörnur hafa lýst yfir áhyggjum sínum af Peng, nú síðast Osaka. „Nýlega var mér tjáð að tenniskona hefði horfið eftir að hún greindi frá því að hún hefði verið misnotuð kynferðislega,“ skrifaði Osaka á Twitter. „Ég vona að Peng Shuai og fjölskylda hennar séu örugg og í lagi. Ég er í áfalli yfir stöðunni og sendi henni ást og ljós.“ Klippa: Áhyggjufull Osaka Forseti WTA, Steve Simon, hrósaði Peng fyrir hugrekki sitt og hvatti kínversk yfirvöld til að rannsaka ásakanir hennar gegn Zhang. Hann hefur ekki tjáð sig um þær hingað til. Peng, sem er 35 ára, vann Wimbledon mótið 2013 og Opna franska meistaramótið ári seinna í tvíliðaleik. Um tíma var hún í efsta sæti heimslistans í tvíliðaleik. Tennis Kína Kynferðisofbeldi Mest lesið Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Sjá meira
Í færslu á samfélagsmiðlinum Weibo í byrjun mánaðarins sagði Peng að Zhang Gaoli, sem var varaforsætisráðherra Kína á árunum 2013-18, hefði þvingað sig til að stunda kynlíf með honum. Færslunni var fljótlega eytt sem og öðru efni frá Peng á Weibo. Þá var ekki einu sinni hægt að leita eftir orðinu tennis á Weibo sem kínverski kommúnistaflokkurinn vaktar. Ekki hefur sést til Peng frá því að hún skrifaði færsluna. Alþjóðatennissamband kvenna (WTA) hefur þó fengið það staðfest að Peng sé ekki í hættu. Enn hefur þó ekki náðst í hana. Nokkrar tennisstjörnur hafa lýst yfir áhyggjum sínum af Peng, nú síðast Osaka. „Nýlega var mér tjáð að tenniskona hefði horfið eftir að hún greindi frá því að hún hefði verið misnotuð kynferðislega,“ skrifaði Osaka á Twitter. „Ég vona að Peng Shuai og fjölskylda hennar séu örugg og í lagi. Ég er í áfalli yfir stöðunni og sendi henni ást og ljós.“ Klippa: Áhyggjufull Osaka Forseti WTA, Steve Simon, hrósaði Peng fyrir hugrekki sitt og hvatti kínversk yfirvöld til að rannsaka ásakanir hennar gegn Zhang. Hann hefur ekki tjáð sig um þær hingað til. Peng, sem er 35 ára, vann Wimbledon mótið 2013 og Opna franska meistaramótið ári seinna í tvíliðaleik. Um tíma var hún í efsta sæti heimslistans í tvíliðaleik.
Tennis Kína Kynferðisofbeldi Mest lesið Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Sjá meira