Menning

Bein útsending: Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar veitt við hátíðlega athöfn

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Gerður Kristný hlaut verðlaunin í fyrra.
Gerður Kristný hlaut verðlaunin í fyrra. Stjórnarráðið

Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar verða veitt í dag á degi íslenskrar tungu. Verðlaunin eru veitt árlega en auk þeirra eru veittar sérstakar viðurkenningar fyrir störf í þágu íslensks máls. 

Verðlaunaafhendingin verður sýnd í beinni útsendingu og verður hægt að fylgjast með streyminu í spilaranum hér að neðan. Verðlaunaafhendingin hefst klukkan 15. 

Ráðgjafanefnd dags íslenskrar tungu gerir árlega tillögu til menntamálaráðherra um verðlaunahafa. Menntamálaráðherra afhendir svo verðlaunin við hátíðlega athöfn og greinir frá verðleikum verðlaunahafans. Þá eru heimildir fyrir því að veita stofnunum sérstaka viðurkenningu fyrir stuðning við íslenska tungu.

Rithöfundurinn Gerður Kristný hlaut verðlaunin í fyrra og Jón G. Friðjónsson prófessor árið þar á undan. Þá hlaut Félag ljóðaunnenda á Austurlandi sérstaka viðurkenningu fyrir stuðning við íslenska tungu í fyrra. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×