Eric Abidal verður yfirheyrður vegna árásarinnar á Hamraoui Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. nóvember 2021 08:01 Eric Abidal (lengst til hægri) lyftir Evrópumeistarabikarnum 2011. getty/Shaun Botterill Eric Abidal, fyrrverandi leikmaður Barcelona og franska landsliðsins, verður yfirheyrður á næstu dögum vegna árásarinnar á Kheiru Hamraoui, leikmann Paris Saint-Germain. Í síðustu viku drógu tveir grímuklæddir menn Hamraoui út úr bíl fyrir utan heimili hennar í París og börðu hana með járnrörum í fæturna. Samherji Hamraouis hjá PSG, Aminata Diallo, sem var með henni í bílnum, var handtekin og yfirheyrð vegna gruns um að hafa skipulagt árásina. Henni var seinna sleppt án ákæru. Spjótin hafa beinst að fyrrverandi kærasta Hamraouis. Allavega fjórir samherjar hennar fengu símtöl frá honum þar sem hann fór ófögrum orðum um hana og sagði hana hafa eyðilagt líf hans. Nýjustu vendingarnar í málinu eru þær að Abidal verður yfirheyrður. Saksóknari greindi frá þessu í gær. Eiginkona Abidals, Hayet, gæti einnig verið kölluð til yfirheyrslu. Lögreglan hefur komist að tengslum milli Hamraouis og Abidals en hún hringdi í hann um morgunin sama dag og árásin átti sér stað. Abidal lék með Barcelona á árunum 2007-13 og var seinna íþróttastjóri félagsins um tveggja ára skeið, meðal annars þegar Hamraoui gekk til liðs við Barcelona. Abidal var rekinn sem íþróttastjóri Barcelona eftir að karlalið félagsins tapaði 8-2 fyrir Bayern München í Meistaradeild Evrópu sumarið 2020. Hamraoui er enn að jafna sig á árásinni og var ekki með PSG þegar liðið steinlá fyrir Lyon, 6-1, í toppslag frönsku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn. Diallo var einnig fjarri góðu gamni en hún ku vera í miklu áfalli eftir árásina á Hamraoui og eftirmála hennar. Franski boltinn Frakkland Árásin á Kheiru Hamraoui Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Sjá meira
Í síðustu viku drógu tveir grímuklæddir menn Hamraoui út úr bíl fyrir utan heimili hennar í París og börðu hana með járnrörum í fæturna. Samherji Hamraouis hjá PSG, Aminata Diallo, sem var með henni í bílnum, var handtekin og yfirheyrð vegna gruns um að hafa skipulagt árásina. Henni var seinna sleppt án ákæru. Spjótin hafa beinst að fyrrverandi kærasta Hamraouis. Allavega fjórir samherjar hennar fengu símtöl frá honum þar sem hann fór ófögrum orðum um hana og sagði hana hafa eyðilagt líf hans. Nýjustu vendingarnar í málinu eru þær að Abidal verður yfirheyrður. Saksóknari greindi frá þessu í gær. Eiginkona Abidals, Hayet, gæti einnig verið kölluð til yfirheyrslu. Lögreglan hefur komist að tengslum milli Hamraouis og Abidals en hún hringdi í hann um morgunin sama dag og árásin átti sér stað. Abidal lék með Barcelona á árunum 2007-13 og var seinna íþróttastjóri félagsins um tveggja ára skeið, meðal annars þegar Hamraoui gekk til liðs við Barcelona. Abidal var rekinn sem íþróttastjóri Barcelona eftir að karlalið félagsins tapaði 8-2 fyrir Bayern München í Meistaradeild Evrópu sumarið 2020. Hamraoui er enn að jafna sig á árásinni og var ekki með PSG þegar liðið steinlá fyrir Lyon, 6-1, í toppslag frönsku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn. Diallo var einnig fjarri góðu gamni en hún ku vera í miklu áfalli eftir árásina á Hamraoui og eftirmála hennar.
Franski boltinn Frakkland Árásin á Kheiru Hamraoui Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Sjá meira