Lífið

Katrín Edda trúlofaðist á fjalli á Mallorca

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Katrín Edda er á leið upp að altarinu.
Katrín Edda er á leið upp að altarinu. Instagram

Samfélagsmiðlastjarnan og vélaverkfræðingurinn Katrín Edda Þorsteinsdóttir er trúlofuð. Kærasti hennar, Markus Wasserbaech, fór á skeljarnar þegar þau voru í fríi á Mallorca. 

Katrín Edda hefur búið í Þýskalandi í nokkur ár og var hún heimsótt þangað í þáttunum Hvar er best að búa? sem Lóa Pind framleiddi fyrir Stöð 2. Katrín Edda er þekkt fyrir gott skipulag og gefur út skipulagsdagbók á Íslandi síðar í þessum mánuði og ætlar að því tilefni að koma til Íslands í heimsókn. Hún segist spennt að hitta fjölskyldu og vini. 

„Þessi hjartahlýi, yndislegi maður í hauskúpubol sem stendur á Shadow Conspiracy kom mér heldur betur á óvart í fjöllunum á Mallorca þegar hann fór á skeljarnar. 

Ég sagði já. “

Katrín Edda hefur alltaf talað mjög opinskátt um andlega og líkamlega heilsu á Instagram, þar sem hún er með í kringum 25.000 fylgjendur. 

„Ég get verið ströng á sjálfa mig í verkefnum lífsins og fengið nagandi samviskubit yfir hlutum sem ég get ekki stjórnað. En ég er að vinna í því og verð betri og betri því fleiri áskorunum sem lífið fleygir í andlitið á mér,“ skrifaði hún á dögunum. 

„Þegar það er þungt yfir mér og ég fer út þá er eins og dragi ský frá sólu og ég verð aftur glöð og þakklát. Það er ekki hægt að vera þakklátur og sorgmæddur á sama tíma. Ætli þetta sé ekki íslenska náttúrubarnið í mér,“ sagði Katrín Edda, sem notar útiveruna mikið til að passa upp á andlega heilsu. 

„Lífið er ekki alltaf dans á rósum en það er allt í lagi.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×