Lífið

Vinsælustu litirnir í vetur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gunnar Hilmarsson er alltaf með puttann á púlsinum í tískunni.
Gunnar Hilmarsson er alltaf með puttann á púlsinum í tískunni.

Tískan í innréttingum og vegglitum heimilanna í vetur er spennandi og margbreytileg. Einn af þeim sem alltaf er með puttann á púlsinum er hönnuðurinn og tónlistarmaðurinn Gunnar Hilmarsson.

Vala Matt heimsótti Gunnar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og það í flotta íbúð hans.

Vala forvitnaðist um það hvaða litir og hvaða stílar væru heitastir og vinsælastir á heimilum landsins.

Og einnig fékk Vala að sjá verðlauna hönnun Gunnars og önnur verkefni hans og eiginkonunnar Kolbrúnar Petreu Gunnarsdóttur.

Litirnir og sá stíll á heimilinu sem Gunnar og Kolbrún hafa valið er það sem hefur verið vinsælast og heitast í innanhúss hönnuninni á Íslandi í vetur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.