Börsugum tókst ekki að vinna þrátt fyrir að Koeman hafi fengið sparkið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Vandræði virðast engan endi ætla að taka.
Vandræði virðast engan endi ætla að taka. EPA-EFE/Enric Fontcuberta

Eftir að hafa látið Ronald Koeman fara tókst Barcelona aðeins að ná í stig á heimavelli gegn Deportivo Alavés í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Áföllin halda áfram að dynja á Börsungum en Sergio Agüero fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks. Í hans stað kom Philippe Coutinho inn á. Það breytti því ekki að hvorugu liði tókst að skora í fyrri hálfleik og staðan því 0-0 er flautað var til hálfleiks.

Memphis Depay kom heimamönnum yfir snemma í síðari hálfleik en Luis Rioja jafnaði metin fyrir Alavés aðeins þremur mínútum síðar. Þó Börsungar hafi verið með boltann 79 prósent af leiknum, átt 16 skot og fengið 9 hornspyrnu þá dugði það ekki til, lokatölur 1-1 og vandræði Barcelona halda áfram.

Liðið er í 9. sæti með 16 stig að loknum 11 leikjum, átta stigum á eftir Real Madríd sem trónir á toppi deildarinnar.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira