„Súrrealískt að fatta svo að ég væri orðin heimsmeistari“ Sindri Sverrisson skrifar 29. október 2021 12:01 Matthildur Óskarsdóttir með gullverðlaunin sín í Litháen í dag. Mynd úr einkasafni „Ég var alls ekki að hugsa um að verða heimsmeistari og fannst bara geggjað að geta náð silfrinu. Þetta kom mjög skemmtilega á óvart,“ segir Matthildur Óskarsdóttir, nýkrýndur heimsmeistari í bekkpressu. Matthildur varð heimsmeistari í -84 kg flokki ungmenna á heimsmeistaramótinu í bekkpressu í Litháen í dag. Óhætt er að segja að keppnin hafi verið æsispennandi en hér að neðan má sjá 117,5 kg Íslandsmetslyftuna sem tryggði Matthildi sigurinn: Aðeins 150 grömm hefðu getað ráðið því að Matthildur yrði ekki heimsmeistari. Það er þyngdarmunurinn á henni og Finnanum Emmeth Torronen, fyrirmynd Matthildar sem hún átti í svo spennandi keppni við um gullið í Litháen í dag. Allt undir í lokatilrauninni Ef Matthildur og Torronen hefðu lyft sömu þyngd hefði Torronen unnið út á það að vera örlítið léttari. Matthildur náði hins vegar að lyfta 117,5 kg, og setja þar með Íslandsmet í opnum flokki kvenna, og tryggja sér titilinn með dramatískum hætti. Torronen lyfti mest 115 kg og náði ekki að koma 117,5 kg upp í lokatilraun sinni. „Það var allt undir. Ég vissi svo sem að ég hefði lyft þessari þyngd á æfingum en það er allt annar pakki að gera það í keppni. Ég þurfti bara að vera vel einbeitt en ekki of spennt, og vona það besta. Það var svolítið súrrealískt að fatta svo að ég væri orðin heimsmeistari. En gaman,“ segir Matthildur létt í bragði. Matthildur Óskarsdóttir efst á verðlaunapallinum. Hún segir það hafa verið góða tilfinningu að geta horft niður á fyrirmynd sína í 2. sæti.kraft.is Keppnin í dag tók á taugarnar hjá þessum 22 ára Seltirningi en Matthildi gekk allt í hag eftir að fyrri tilraun hennar við 112,5 kg misheppnaðist: „Það var rosalega stressandi þegar ég fékk fyrstu lyftuna ógilda. Ég lyfti alveg upp en fékk lyftuna ógilda því hún seig aðeins niður. Þetta er þyngd sem ég hef lyft oft og mörgum sinnum svo þetta átti alveg að ganga upp. Ég þurfti bara að skrúfa hausinn rétt á og vera vel einbeitt fyrir tilraun númer tvö. Þá flaug þessi sama þyngd upp,“ segir Matthildur. Vann fyrirmynd sína sem er hán Hún segist alltaf hafa litið upp til Torronen, sem þurfti að sætta sig við silfur, og bendir á athyglisverða staðreynd um keppinaut sinn: „Ég held að hán sé fyrsti keppandinn í kraftlyfingum í heiminum sem er hán. Ég hef verið að keppa við þessa manneskju frá fyrsta mótinu mínu og alltaf litið mjög upp til háns. Hán hefur verið mikil fyrirmynd fyrir mig svo það var gaman að geta staðið uppi á pallinum og horft niður til háns,“ segir Matthildur. Matthildur Óskarsdóttir sýnir gullverðlaunin eftir að hafa orðið heimsmeistari í bekkpressu.Mynd úr einkasafni Með krosslagða fingur „Hán lyfti 115 kg í annarri lyftu en ég varð að lyfta 112 til að halda mér inni í keppninni. Svo settum við báðar 117 í þriðju lyftu en þar sem hán var 150 grömmum léttari en ég var ljóst að ég þyrfti að ná lyftunni og hán að „feila“ til að ég myndi vinna. Þegar ég var búin að lyfta var ég því með fingurna krosslagða og vonaði að síðasta lyftan mistækist. Þegar ég sá að við værum skráðar í sama flokk þá vissi ég að hán hefði lyft 130 kg og var bara með hausinn stilltan á að ég gæti náð silfrinu. Svo spilaðist þetta á annan veg. Ég var alls ekki að hugsa um að verða heimsmeistari og fannst bara geggjað að geta náð silfrinu. Þetta kom mjög skemmtilega á óvart,“ segir Matthildur. „Var svo skemmtilegt að ég er alls ekki hætt“ Til stóð að mótið í Litháen yrði kveðjumót Matthildar, þó að hún eigi eitt ár eftir í ungmennaflokknum, en þau áform hurfu um leið og hún fékk gullmedalíuna um hálsinn: „Það eru tvö ár síðan ég keppti síðast svo þetta hefur verið langt og strangt tímabil án þess að komast á mót. Ég var á því að þetta yrði síðasta mótið mitt, að ég nennti ekki meiru, en þetta var svo skemmtilegt að ég er alls ekki hætt.“ Kraftlyftingar Tengdar fréttir Matthildur heimsmeistari unglinga Matthildur Óskarsdóttir varð í dag heimsmeistari unglinga í klassískri bekkpressu. 29. október 2021 09:22 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sjá meira
Matthildur varð heimsmeistari í -84 kg flokki ungmenna á heimsmeistaramótinu í bekkpressu í Litháen í dag. Óhætt er að segja að keppnin hafi verið æsispennandi en hér að neðan má sjá 117,5 kg Íslandsmetslyftuna sem tryggði Matthildi sigurinn: Aðeins 150 grömm hefðu getað ráðið því að Matthildur yrði ekki heimsmeistari. Það er þyngdarmunurinn á henni og Finnanum Emmeth Torronen, fyrirmynd Matthildar sem hún átti í svo spennandi keppni við um gullið í Litháen í dag. Allt undir í lokatilrauninni Ef Matthildur og Torronen hefðu lyft sömu þyngd hefði Torronen unnið út á það að vera örlítið léttari. Matthildur náði hins vegar að lyfta 117,5 kg, og setja þar með Íslandsmet í opnum flokki kvenna, og tryggja sér titilinn með dramatískum hætti. Torronen lyfti mest 115 kg og náði ekki að koma 117,5 kg upp í lokatilraun sinni. „Það var allt undir. Ég vissi svo sem að ég hefði lyft þessari þyngd á æfingum en það er allt annar pakki að gera það í keppni. Ég þurfti bara að vera vel einbeitt en ekki of spennt, og vona það besta. Það var svolítið súrrealískt að fatta svo að ég væri orðin heimsmeistari. En gaman,“ segir Matthildur létt í bragði. Matthildur Óskarsdóttir efst á verðlaunapallinum. Hún segir það hafa verið góða tilfinningu að geta horft niður á fyrirmynd sína í 2. sæti.kraft.is Keppnin í dag tók á taugarnar hjá þessum 22 ára Seltirningi en Matthildi gekk allt í hag eftir að fyrri tilraun hennar við 112,5 kg misheppnaðist: „Það var rosalega stressandi þegar ég fékk fyrstu lyftuna ógilda. Ég lyfti alveg upp en fékk lyftuna ógilda því hún seig aðeins niður. Þetta er þyngd sem ég hef lyft oft og mörgum sinnum svo þetta átti alveg að ganga upp. Ég þurfti bara að skrúfa hausinn rétt á og vera vel einbeitt fyrir tilraun númer tvö. Þá flaug þessi sama þyngd upp,“ segir Matthildur. Vann fyrirmynd sína sem er hán Hún segist alltaf hafa litið upp til Torronen, sem þurfti að sætta sig við silfur, og bendir á athyglisverða staðreynd um keppinaut sinn: „Ég held að hán sé fyrsti keppandinn í kraftlyfingum í heiminum sem er hán. Ég hef verið að keppa við þessa manneskju frá fyrsta mótinu mínu og alltaf litið mjög upp til háns. Hán hefur verið mikil fyrirmynd fyrir mig svo það var gaman að geta staðið uppi á pallinum og horft niður til háns,“ segir Matthildur. Matthildur Óskarsdóttir sýnir gullverðlaunin eftir að hafa orðið heimsmeistari í bekkpressu.Mynd úr einkasafni Með krosslagða fingur „Hán lyfti 115 kg í annarri lyftu en ég varð að lyfta 112 til að halda mér inni í keppninni. Svo settum við báðar 117 í þriðju lyftu en þar sem hán var 150 grömmum léttari en ég var ljóst að ég þyrfti að ná lyftunni og hán að „feila“ til að ég myndi vinna. Þegar ég var búin að lyfta var ég því með fingurna krosslagða og vonaði að síðasta lyftan mistækist. Þegar ég sá að við værum skráðar í sama flokk þá vissi ég að hán hefði lyft 130 kg og var bara með hausinn stilltan á að ég gæti náð silfrinu. Svo spilaðist þetta á annan veg. Ég var alls ekki að hugsa um að verða heimsmeistari og fannst bara geggjað að geta náð silfrinu. Þetta kom mjög skemmtilega á óvart,“ segir Matthildur. „Var svo skemmtilegt að ég er alls ekki hætt“ Til stóð að mótið í Litháen yrði kveðjumót Matthildar, þó að hún eigi eitt ár eftir í ungmennaflokknum, en þau áform hurfu um leið og hún fékk gullmedalíuna um hálsinn: „Það eru tvö ár síðan ég keppti síðast svo þetta hefur verið langt og strangt tímabil án þess að komast á mót. Ég var á því að þetta yrði síðasta mótið mitt, að ég nennti ekki meiru, en þetta var svo skemmtilegt að ég er alls ekki hætt.“
Kraftlyftingar Tengdar fréttir Matthildur heimsmeistari unglinga Matthildur Óskarsdóttir varð í dag heimsmeistari unglinga í klassískri bekkpressu. 29. október 2021 09:22 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sjá meira
Matthildur heimsmeistari unglinga Matthildur Óskarsdóttir varð í dag heimsmeistari unglinga í klassískri bekkpressu. 29. október 2021 09:22