Sport

Matthildur heimsmeistari unglinga

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Matthildur Óskarsdóttir efst á verðlaunapallinum.
Matthildur Óskarsdóttir efst á verðlaunapallinum. kraftlyftingasamband íslands

Matthildur Óskarsdóttir varð í dag heimsmeistari unglinga í klassískri bekkpressu.

Ísland átti tvo fulltrúa á HM í klassískri bekkpressu í Vilníus í Litáen, Matthildi og Alexöndru Rán Guðnýjardóttur. Þær kepptu báðar í morgun og óhætt er að segja að árangurinn hafi verið glæsilegur.

Matthildur gerði sér lítið fyrir og varð heimsmeistari í -84 kg flokki. Hún lyfti 117,5 kg sem er nýtt Íslandsmet.

Alexandra varð önnur í -63 kg flokki og fékk því silfurverðlaun. Hún lyfti 97,5 kg sem er fimm kg þyngra en hún hefur áður lyft.

Alexandra Rán Guðnýjardóttir með silfurverðlaunin um hálsinn.kraftlyftingasamband íslandsFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.