Fótbolti

Viðar Örn skoraði í tapi

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Viðar Örn var á skotskónum í dag.
Viðar Örn var á skotskónum í dag. nettavisen.no

Viðar Örn Kjartansson skoraði eina mark Vålerenga er liðið tapaði 2-1 gegn Sarpsborg 08 í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Viðar var í byrjunarliði Vålerenga, en markalaust var þegar flautað var til hálfleiks. Fyrsta mark leiksins kom á 69. mínútu, en þar var að verki fyrrnefndur Viðar Örn Kjartansson.

Jonathan Lindseth jafnaði metin fyrir heimamenn í Sarpsborg á 81. mínútu og varamaðurinn Muhammed Rashad tryggði Sarpsborg 2-1 sigur með marki á sjöttu mínútu uppbótartíma.

Viðar Örn og félagar eru nú í sjöunda sæti norsku deildarinnar með 34 stig eftir 24 leiki, fimm stigum meira en Sarpsborg sem situr í tíunda sæti.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.