Innlent

9,5 prósent einstaklinga 16 til 24 ára hvorki í námi né vinnu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Ungir karlar eru líklegri en konur til að vera utan menntakerfisins og vinnumarkaðarins.
Ungir karlar eru líklegri en konur til að vera utan menntakerfisins og vinnumarkaðarins. Vísir/Vilhelm

Um 9,5% einstaklinga á aldrinum 16 til 24 ára eru hvorki í námi né vinnu. Þetta er sama hlutfall og stóð utan menntakerfisins og vinnumarkaðarins árin 2014 og 2015 en fækkun varð í hópnum árin 2016 til 2018.

Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.

Um er að ræða niðurstöður ítarlegrar rannsóknar Öddu Guðrúnar Gylfadóttur, rannsakanda hjá Vörðu - rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, á stöðu óvirkra ungmenna.

Hún segir ýmsa þætti hafa áhrif þegar kemur að virkni ungmenna, þeirra á meðal kyn og aldur, uppruni, fjölskyldugerð, menntunarstig og félagsleg og efnhagsleg staða foreldra.

Hlutfall óvirkra ungmenna sé þannig hærra meðal barna einstæðra foreldra og þar á ójöfn fjárhagsstaða þátt að máli. Þá eru ungir karlar líklegri en konur til að vera óvirkir.

Á fundi Vörðu sem haldinn var í gær kom einnig fram að ungar konur af erlendum uppruna upplifðu fjölþætta útskúfun úr íslensku samfélagi, bæði frá almenningi og stofnunum. „Á sama tíma er gerð krafa um ríka sjálfsbjargarviðleitni í kerfi sem er flókið, óaðgengilegt og óhagstætt útlendingum.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.