Innlent

Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálf­stæðis­mönnum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
hádegisfréttir

Sjálfstæðisflokkurinn er í klemmu á milli vinstrisins og hægrisins. Þetta segir stjórnmálafræðingur eftir yfirhalningarfund flokksins í gær, þar sem engar breytingar voru kynntar á stefnu flokksins. Hann segir stórsigur í borgarstjórnarkosningum lífsnauðsynlegan fyrir flokkinn.

Ekkert rask verður á flugferðum Icelandair til Bandaríkjanna enn sem komið er. Meira en þúsund flugferðir til, frá og innan Bandaríkjanna hafa verið felldar niður í dag.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 9. nóvember 2025

Neyðarkall björgunarsveitanna er víða uppseldur en síðasti söludagur er í dag. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir landsmenn hafa tekið höndum saman eftir neikvæða umræðu um húðlit kallsins.

Stórleikur er framundan í enska boltanum þegar Liverpool mætir Manchester City. Íslandsmet falla trekk í trekk í Laugardalslaug og Alexander Veigar átti stórleik á þriðja kvöldi úrvalsdeildar í pílukasti í gær. Allt um þetta í sportinu.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×