Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. nóvember 2025 13:15 Sigríður Á. Andersen þingflokksformaður Miðflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra ræddi mál ríkislögreglustjóra á Sprengisandi. Vísir Þingflokksformaður Miðflokksins segir mörg dæmi um að opinberar stofnanir fari of frjálslega með opinbert fé. Hún kallar eftir því að dómsmálaráðherra leiði mál ríkislögreglustjóra til lykta út frá lögum en ekki almenningsáliti. Sigríður Á. Andersen þingflokksformaður Miðflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra og Sigmar Guðmundsson þingflokksformaður Viðreisnar ræddu mál Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra á Sprengisandi í morgun. Embættið hefur verið til umfjöllunar að undanförnu vegna kaupa þess á þjónustu ráðgjafarfyrirtækisins Intra ráðgjöf, en verkefni sem fyrirtækið sinnti voru ekki boðin út. Kostnaður vegna þjónustunnar nam 160 milljónum króna. Sigríður segir mál nöfnu sinnar ekki einsdæmi í stjórnsýslunni, mörg dæmi um að embætti og stofnanir fari of frjálslega með opinbert fé, bæði hjá ríki og sveitarfélögum. „Menn byrja að kaupa, svo myndast eitthvað þægilegt samband milli einhvers ráðgjafa eða verktaka. Það heldur áfram ár eftir ár og menn gá ekki að sér. Þetta er spurning um stjórnun, að menn hafi augun á boltanum og láti þetta ekki gerast en þetta gerist allt of oft í ríkisrekstrinum,“ segir Sigríður. Samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins þurfi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra að meta hvort óreiða á bókhaldi embættisins hafi verið slík að tilefni sé til að leysa ríkislögreglustjóra frá störfum. Meti hún það svo verði ríkislögreglustjóra veitt lausn frá störfum tímabundið til að byrja með. „Það þarf þá að víkja viðkomandi um stundarsakir, kalla saman nefnd sem þarf að meta hvort rétt hafi verið að víkja um stundarsakir í ljósi ásakana. Svo þarf þessi nefnd líka að leggja mat á hvort rétt sé að víkja viðkomandi alfarið úr starfi,“ segir Sigríður. Mjög fátítt sé að slík nefnd sé kölluð saman en það sé helst í tilfelli lögreglumanna. Hún segir afstöðu dómsmálaráðherra í málinu hafa litast of mikið af almenningsáliti. „Þetta er eftir sem áður á ábyrgð ráðherra, og ráðherra þarf að hafa hrygg í sér til að segja það sem segja þarf. Taka ákvörðun um það sem þarf að gera og vísa ekki bara til skoðanakannana meðal almennings,“ segir Sigríður en Sigmar segir þá framsetningu hennar ekki sanngjarna. „Eins og ég var að rekja áðan hefur ráðherra verið alveg skýr með það að hún færi eftir lagarammanum sem um þetta gildir,“ segir Sigmar. Fer ekki saman Sigríður Björk kveðst ekki íhuga stöðu sína vegna málsins. Sigmar segir það skjóta skökku við í ljósi þess að hún hafi viðurkennt mistök sem rýri traust almennings til embættisins. „Þetta slær mann bara illa. Menn hljóta auðvitað að velta því fyrir sér þegar þeir eru að stýra þessu: Er ég endilega rétta manneskjan til að endurvinna traustið?“ segir Sigmar. Umræðurnar í heild sinni má nálgast í spilaranum að neðan. Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Miðflokkurinn Viðreisn Rekstur hins opinbera Lögreglan Sprengisandur Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Sigríður Á. Andersen þingflokksformaður Miðflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra og Sigmar Guðmundsson þingflokksformaður Viðreisnar ræddu mál Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra á Sprengisandi í morgun. Embættið hefur verið til umfjöllunar að undanförnu vegna kaupa þess á þjónustu ráðgjafarfyrirtækisins Intra ráðgjöf, en verkefni sem fyrirtækið sinnti voru ekki boðin út. Kostnaður vegna þjónustunnar nam 160 milljónum króna. Sigríður segir mál nöfnu sinnar ekki einsdæmi í stjórnsýslunni, mörg dæmi um að embætti og stofnanir fari of frjálslega með opinbert fé, bæði hjá ríki og sveitarfélögum. „Menn byrja að kaupa, svo myndast eitthvað þægilegt samband milli einhvers ráðgjafa eða verktaka. Það heldur áfram ár eftir ár og menn gá ekki að sér. Þetta er spurning um stjórnun, að menn hafi augun á boltanum og láti þetta ekki gerast en þetta gerist allt of oft í ríkisrekstrinum,“ segir Sigríður. Samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins þurfi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra að meta hvort óreiða á bókhaldi embættisins hafi verið slík að tilefni sé til að leysa ríkislögreglustjóra frá störfum. Meti hún það svo verði ríkislögreglustjóra veitt lausn frá störfum tímabundið til að byrja með. „Það þarf þá að víkja viðkomandi um stundarsakir, kalla saman nefnd sem þarf að meta hvort rétt hafi verið að víkja um stundarsakir í ljósi ásakana. Svo þarf þessi nefnd líka að leggja mat á hvort rétt sé að víkja viðkomandi alfarið úr starfi,“ segir Sigríður. Mjög fátítt sé að slík nefnd sé kölluð saman en það sé helst í tilfelli lögreglumanna. Hún segir afstöðu dómsmálaráðherra í málinu hafa litast of mikið af almenningsáliti. „Þetta er eftir sem áður á ábyrgð ráðherra, og ráðherra þarf að hafa hrygg í sér til að segja það sem segja þarf. Taka ákvörðun um það sem þarf að gera og vísa ekki bara til skoðanakannana meðal almennings,“ segir Sigríður en Sigmar segir þá framsetningu hennar ekki sanngjarna. „Eins og ég var að rekja áðan hefur ráðherra verið alveg skýr með það að hún færi eftir lagarammanum sem um þetta gildir,“ segir Sigmar. Fer ekki saman Sigríður Björk kveðst ekki íhuga stöðu sína vegna málsins. Sigmar segir það skjóta skökku við í ljósi þess að hún hafi viðurkennt mistök sem rýri traust almennings til embættisins. „Þetta slær mann bara illa. Menn hljóta auðvitað að velta því fyrir sér þegar þeir eru að stýra þessu: Er ég endilega rétta manneskjan til að endurvinna traustið?“ segir Sigmar. Umræðurnar í heild sinni má nálgast í spilaranum að neðan.
Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Miðflokkurinn Viðreisn Rekstur hins opinbera Lögreglan Sprengisandur Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira