Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. nóvember 2025 13:34 Ólöf Ásta Farestveit forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir að reynt sé að hlusta á allar áhyggjur og ábendingar sem komi inn vegna starfsemi meðferðarheimila. Vísir/Arnar Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir alltaf hægt að gera betur í starfsemi meðferðarheimila, eftir að starfsmenn og skjólstæðingar á meðferðarheimilinu Bjargey lýstu brestum á starfinu. Hún segir meðferðar heimilið nýtt og því eðlilegt að enn sé verið að móta starfið. Fyrrverandi starfsmenn Bjargeyjar stigu nafnlaust fram í kvöldfréttum Sýnar í fyrradag og lýstu reiðuleysi í starfseminni, öryggisbrestum og faglegu vanhæfi. Heimilið opnaði árið 2022 og er fyrir stelpur og stálp á milli 13 og átján ára, með flókinn vanda. „Við erum á meðferðarheimilunum alltaf endalaust að breyta og bæta okkar verklag. Í dag eru um þrjátíu verklagslýsingar inni á öllum meðferðarheimilunum inni í svokallaðri meðferðarhandbók. Það er það sem við höfum verið að reyna að gera er að bregðast við þegar ábendingar koma,“ segir Ólöf Ásta Farestveit, fostjóri Barna- og fjölskyldustofu sem rekur meðferðarheimilið. Bæði taki þau við ábendingum frá eftirlitsstofnunum en einnig frá starfsmönnum í gegnum mánaðarlegar nafnlausar kannanir. Þá sé reynt að bregðast við öllum ábendingum skjólstæðinga og foreldra. Meðal ábendinga fyrrverandi starfsmanna er að fíkniefni hafi verið látin óátalin, lyfjagjöf hafi brugðist og innra eftirlit hafi verið lítið sem ekkert. Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála hóf frumkvæðisathugun á starfinu vorið 2024 og verða lagðar til miklar umbætur. „Við getum aldrei haft verklagsreglur um alla mannlega hegðun. Við erum að vinna með unglinga á mjög viðkvæmu stað og það verður að vera sveigjanleiki í meðferð til að mæta þeirra þörfum hverju sinni.“ Verði að vera sveigjanleg Hún nefnir að sumum starfsmönnum hafi til að mynda þótt erfitt að aðrir starfsmenn leyfðu börnunum að vaka lengur, þvert á verklagsreglur, til að klára bíómyndir og þannig hafi ekki verið samræmi milli vakta. „Við erum að reyna að skapa heimili fyrir börn og þegar við erum með framhaldsmeðferð erum við alltaf að reyna að einblína á að þeim líði sem allra best ásamt því að vera að vinna með líðan þeirra, tilfinningar og hjálpa þeim í þessari atferlismótun daglegs lífs,“ segir Ólöf. Starfsemi meðferðarheimila verði að vera sveigjanleg og alltaf sé hægt að gera betur. „Við getum alltaf gert betur og það er það sem við erum alltaf að reyna. Þess vegna höfum við þessa nafnlausu könnun sem starfsmenn geta sent inn, til að tryggja öryggi þeirra að þau séu ekki dæmd út frá því sem þau segja,“ segir Ólöf. „Og ég myndi segja að við séum alltaf að endurskoða. Þannig er það með meðferðarheimili að við verðum alltaf að vera sveigjanleg.“ Meðferðarheimili Barnavernd Vistheimili Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Sjá meira
Fyrrverandi starfsmenn Bjargeyjar stigu nafnlaust fram í kvöldfréttum Sýnar í fyrradag og lýstu reiðuleysi í starfseminni, öryggisbrestum og faglegu vanhæfi. Heimilið opnaði árið 2022 og er fyrir stelpur og stálp á milli 13 og átján ára, með flókinn vanda. „Við erum á meðferðarheimilunum alltaf endalaust að breyta og bæta okkar verklag. Í dag eru um þrjátíu verklagslýsingar inni á öllum meðferðarheimilunum inni í svokallaðri meðferðarhandbók. Það er það sem við höfum verið að reyna að gera er að bregðast við þegar ábendingar koma,“ segir Ólöf Ásta Farestveit, fostjóri Barna- og fjölskyldustofu sem rekur meðferðarheimilið. Bæði taki þau við ábendingum frá eftirlitsstofnunum en einnig frá starfsmönnum í gegnum mánaðarlegar nafnlausar kannanir. Þá sé reynt að bregðast við öllum ábendingum skjólstæðinga og foreldra. Meðal ábendinga fyrrverandi starfsmanna er að fíkniefni hafi verið látin óátalin, lyfjagjöf hafi brugðist og innra eftirlit hafi verið lítið sem ekkert. Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála hóf frumkvæðisathugun á starfinu vorið 2024 og verða lagðar til miklar umbætur. „Við getum aldrei haft verklagsreglur um alla mannlega hegðun. Við erum að vinna með unglinga á mjög viðkvæmu stað og það verður að vera sveigjanleiki í meðferð til að mæta þeirra þörfum hverju sinni.“ Verði að vera sveigjanleg Hún nefnir að sumum starfsmönnum hafi til að mynda þótt erfitt að aðrir starfsmenn leyfðu börnunum að vaka lengur, þvert á verklagsreglur, til að klára bíómyndir og þannig hafi ekki verið samræmi milli vakta. „Við erum að reyna að skapa heimili fyrir börn og þegar við erum með framhaldsmeðferð erum við alltaf að reyna að einblína á að þeim líði sem allra best ásamt því að vera að vinna með líðan þeirra, tilfinningar og hjálpa þeim í þessari atferlismótun daglegs lífs,“ segir Ólöf. Starfsemi meðferðarheimila verði að vera sveigjanleg og alltaf sé hægt að gera betur. „Við getum alltaf gert betur og það er það sem við erum alltaf að reyna. Þess vegna höfum við þessa nafnlausu könnun sem starfsmenn geta sent inn, til að tryggja öryggi þeirra að þau séu ekki dæmd út frá því sem þau segja,“ segir Ólöf. „Og ég myndi segja að við séum alltaf að endurskoða. Þannig er það með meðferðarheimili að við verðum alltaf að vera sveigjanleg.“
Meðferðarheimili Barnavernd Vistheimili Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Sjá meira