Spila um fyrsta Maradona bikarinn rétt fyrir jól Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2021 16:02 Diego Maradona með HM-bikarinn eftir sigur í úrslitaleik heimsmeistaramótsins árið 1986. Getty/El Grafico Spænska félagið Barcelona og argentínska félagið Boca Juniors munu spila sérstakan vináttuleik sín á milli í jólamánuðinum en þessi leikur er settur á til minningar um Diego Armando Maradona. Félögin segja að leikurinn fari fram 14. desember og þar muni þau keppa um fyrsta Maradona-bikarinn en nú er eitt ár er liðið frá andláti hans. Boca hefur staðfest þátttöku sína í leiknum sem fer fram á Mrsool Park í borginni Riyadh í Sádí Arabíu. FC Barcelona and Boca Juniors will be meeting in what is being called the Maradona Cup, a friendly to honour the memory of Diego Armando Maradona pic.twitter.com/O9aa57mLdl— ESPN FC (@ESPNFC) October 25, 2021 Mardona lést 25. nóvember 2020 eftir að hafa fengið hjartaáfall á heimili sínu en hann var þá að jafna sig eftir aðgerð vegna heilablæðingar. Maradona hafði komist í gegnum alls kyns heilsubresti á sinni ævi og var oft ekki hugað líf. Að þessu sinni tókst mönnum ekki að bjarga honum. Maradona spilaði fyrir bæði lið Barcelona og Boca Juniors á sínum litríka ferli. Hann skoraði 28 mörk í 40 leikjum með Boca frá 1981 til 1982 og svo 38 mörk í 58 leikjum með Barcelona frá 1982 til 1984. Barcelona gerði hann að dýrasta knattspyrnumanni heims þegar spænska félagið keypti hann frá Boca Juniors fyrir fimm milljónir punda eftir HM 1982 á Spáni. Barcelona seldi Maradona síðan fyrir annað heimsmetsverð til Napoli sumarið 1984. Mardona kom aftur til Boca undir lok ferilsins og bætti þar við 7 mörkum í 31 leik. Maradona varð argentínskur meistari með Boca Juniors 1981 og spænskur bikarmeistari með Barcelona 1983. Hans sigursælustu ár voru þó hjá Napoli þar sem hann varð tvisvar ítalskur meistari og einu sinni bikarmeistari auk þess að vinna Evrópukeppni félagsliða. Hann varð líka heimsmeistari og silfurverðlaunahafi á HM á þeim árum. Fótbolti Andlát Diegos Maradona Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
Félögin segja að leikurinn fari fram 14. desember og þar muni þau keppa um fyrsta Maradona-bikarinn en nú er eitt ár er liðið frá andláti hans. Boca hefur staðfest þátttöku sína í leiknum sem fer fram á Mrsool Park í borginni Riyadh í Sádí Arabíu. FC Barcelona and Boca Juniors will be meeting in what is being called the Maradona Cup, a friendly to honour the memory of Diego Armando Maradona pic.twitter.com/O9aa57mLdl— ESPN FC (@ESPNFC) October 25, 2021 Mardona lést 25. nóvember 2020 eftir að hafa fengið hjartaáfall á heimili sínu en hann var þá að jafna sig eftir aðgerð vegna heilablæðingar. Maradona hafði komist í gegnum alls kyns heilsubresti á sinni ævi og var oft ekki hugað líf. Að þessu sinni tókst mönnum ekki að bjarga honum. Maradona spilaði fyrir bæði lið Barcelona og Boca Juniors á sínum litríka ferli. Hann skoraði 28 mörk í 40 leikjum með Boca frá 1981 til 1982 og svo 38 mörk í 58 leikjum með Barcelona frá 1982 til 1984. Barcelona gerði hann að dýrasta knattspyrnumanni heims þegar spænska félagið keypti hann frá Boca Juniors fyrir fimm milljónir punda eftir HM 1982 á Spáni. Barcelona seldi Maradona síðan fyrir annað heimsmetsverð til Napoli sumarið 1984. Mardona kom aftur til Boca undir lok ferilsins og bætti þar við 7 mörkum í 31 leik. Maradona varð argentínskur meistari með Boca Juniors 1981 og spænskur bikarmeistari með Barcelona 1983. Hans sigursælustu ár voru þó hjá Napoli þar sem hann varð tvisvar ítalskur meistari og einu sinni bikarmeistari auk þess að vinna Evrópukeppni félagsliða. Hann varð líka heimsmeistari og silfurverðlaunahafi á HM á þeim árum.
Fótbolti Andlát Diegos Maradona Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira