Emma ekki að stressa sig yfir þjálfaraleysinu: Ég er að læra þjálfa mig sjálf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2021 16:00 Emma Raducanu vann sinn fyrsta risatitil á Opna bandaríska meistaramótinu í ár. Getty/TPN Breska tenniskonan Emma Raducanu sló í gegn í sumar þegar hún vann Opna bandaríska risamótið í tennis en tók síðan þá ákvörðun að reka þjálfarann sinn. Næsta mót hjá Emmu er Transylvania Open í Rúmeníu og hún er enn án þjálfara. Emma er enn bara átján ára gömul en er þegar orðin ein stærsta íþróttastjarnan á Bretlandseyjum. Andrew Richardson þjálfaði hana þegar hún vann Opna bandaríska meistaramótið en hún datt síðan út í fyrstu umferð á sínu fyrsta móti eftir að hún lét hann fara. Raducanu segist vera að leita að læriföður sem hefur reynslu af WTA mótaröðinni. Emma Raducanu learning to 'coach myself' as search for long-term appointment continuesThe US Open champion will have a skeleton team with her at this week's Transylvania Open, with no decision yet on her next coach - @molly_mcelwee https://t.co/gkJEOlNV8U— Telegraph Sport (@TelegraphSport) October 25, 2021 „Ég er á því að það sé ekki gott að þurfa að vera ein því ég þarf að þjálfa mig sjálf. Það er eitt sem ég er að læra,“ sagði Emma Raducanu. Raducanu segist vonast til þess að vera búin að ráða þjálfara fyrir 2022 tímabilið en hún var með fyrrum þjálfara Johönnu Konta á reynslu í þessari viku en hann heitir Esteban Carril. „Ég tel að það sér frábært að vera með þjálfara en þegar þú ert komin inn á völlinn þá get ég bara treyst á mig sjálfa,“ sagði Emma. „Hluti af þessari reynslu sem ég er að gangi í gegnum núna er að læra að þjálfa mig sjálfa. Ég prófaði nokkra þjálfara í síðustu viku. Ég fékk Esteban á reynslu en það voru líka fleiri,“ sagði Emma. British No 1 Emma Raducanu is "optimistic" about finding a new coach before the start of the #AusOpen in January.— Sky Sports (@SkySports) October 25, 2021 „Ég er bjartsýn að vera búinn að finna einhvern fyrir undirbúningstímabilið og fyrir opna ástralska mótið,“ sagði Emma. Raducanu er með sterkt tengsl við Rúmeníu þar sem næsta mót fer fram. Faðir hennar er Rúmeni og amma hennar býr í Búkarest. Hún fékk hlýjar móttökur í Cluj-Napoca þar sem mótið fór fram og gat talað rúmensku við fólkið sem mætti til að sjá hana. „Ég elska Rúmeníu. Ég var vön að koma hingað einu eða tvisvar sinnum á ári til að heimsækja ömmu mína þegar ég var að alast upp,“ sagði Emma. Tennis Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira
Næsta mót hjá Emmu er Transylvania Open í Rúmeníu og hún er enn án þjálfara. Emma er enn bara átján ára gömul en er þegar orðin ein stærsta íþróttastjarnan á Bretlandseyjum. Andrew Richardson þjálfaði hana þegar hún vann Opna bandaríska meistaramótið en hún datt síðan út í fyrstu umferð á sínu fyrsta móti eftir að hún lét hann fara. Raducanu segist vera að leita að læriföður sem hefur reynslu af WTA mótaröðinni. Emma Raducanu learning to 'coach myself' as search for long-term appointment continuesThe US Open champion will have a skeleton team with her at this week's Transylvania Open, with no decision yet on her next coach - @molly_mcelwee https://t.co/gkJEOlNV8U— Telegraph Sport (@TelegraphSport) October 25, 2021 „Ég er á því að það sé ekki gott að þurfa að vera ein því ég þarf að þjálfa mig sjálf. Það er eitt sem ég er að læra,“ sagði Emma Raducanu. Raducanu segist vonast til þess að vera búin að ráða þjálfara fyrir 2022 tímabilið en hún var með fyrrum þjálfara Johönnu Konta á reynslu í þessari viku en hann heitir Esteban Carril. „Ég tel að það sér frábært að vera með þjálfara en þegar þú ert komin inn á völlinn þá get ég bara treyst á mig sjálfa,“ sagði Emma. „Hluti af þessari reynslu sem ég er að gangi í gegnum núna er að læra að þjálfa mig sjálfa. Ég prófaði nokkra þjálfara í síðustu viku. Ég fékk Esteban á reynslu en það voru líka fleiri,“ sagði Emma. British No 1 Emma Raducanu is "optimistic" about finding a new coach before the start of the #AusOpen in January.— Sky Sports (@SkySports) October 25, 2021 „Ég er bjartsýn að vera búinn að finna einhvern fyrir undirbúningstímabilið og fyrir opna ástralska mótið,“ sagði Emma. Raducanu er með sterkt tengsl við Rúmeníu þar sem næsta mót fer fram. Faðir hennar er Rúmeni og amma hennar býr í Búkarest. Hún fékk hlýjar móttökur í Cluj-Napoca þar sem mótið fór fram og gat talað rúmensku við fólkið sem mætti til að sjá hana. „Ég elska Rúmeníu. Ég var vön að koma hingað einu eða tvisvar sinnum á ári til að heimsækja ömmu mína þegar ég var að alast upp,“ sagði Emma.
Tennis Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira