Emma ekki að stressa sig yfir þjálfaraleysinu: Ég er að læra þjálfa mig sjálf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2021 16:00 Emma Raducanu vann sinn fyrsta risatitil á Opna bandaríska meistaramótinu í ár. Getty/TPN Breska tenniskonan Emma Raducanu sló í gegn í sumar þegar hún vann Opna bandaríska risamótið í tennis en tók síðan þá ákvörðun að reka þjálfarann sinn. Næsta mót hjá Emmu er Transylvania Open í Rúmeníu og hún er enn án þjálfara. Emma er enn bara átján ára gömul en er þegar orðin ein stærsta íþróttastjarnan á Bretlandseyjum. Andrew Richardson þjálfaði hana þegar hún vann Opna bandaríska meistaramótið en hún datt síðan út í fyrstu umferð á sínu fyrsta móti eftir að hún lét hann fara. Raducanu segist vera að leita að læriföður sem hefur reynslu af WTA mótaröðinni. Emma Raducanu learning to 'coach myself' as search for long-term appointment continuesThe US Open champion will have a skeleton team with her at this week's Transylvania Open, with no decision yet on her next coach - @molly_mcelwee https://t.co/gkJEOlNV8U— Telegraph Sport (@TelegraphSport) October 25, 2021 „Ég er á því að það sé ekki gott að þurfa að vera ein því ég þarf að þjálfa mig sjálf. Það er eitt sem ég er að læra,“ sagði Emma Raducanu. Raducanu segist vonast til þess að vera búin að ráða þjálfara fyrir 2022 tímabilið en hún var með fyrrum þjálfara Johönnu Konta á reynslu í þessari viku en hann heitir Esteban Carril. „Ég tel að það sér frábært að vera með þjálfara en þegar þú ert komin inn á völlinn þá get ég bara treyst á mig sjálfa,“ sagði Emma. „Hluti af þessari reynslu sem ég er að gangi í gegnum núna er að læra að þjálfa mig sjálfa. Ég prófaði nokkra þjálfara í síðustu viku. Ég fékk Esteban á reynslu en það voru líka fleiri,“ sagði Emma. British No 1 Emma Raducanu is "optimistic" about finding a new coach before the start of the #AusOpen in January.— Sky Sports (@SkySports) October 25, 2021 „Ég er bjartsýn að vera búinn að finna einhvern fyrir undirbúningstímabilið og fyrir opna ástralska mótið,“ sagði Emma. Raducanu er með sterkt tengsl við Rúmeníu þar sem næsta mót fer fram. Faðir hennar er Rúmeni og amma hennar býr í Búkarest. Hún fékk hlýjar móttökur í Cluj-Napoca þar sem mótið fór fram og gat talað rúmensku við fólkið sem mætti til að sjá hana. „Ég elska Rúmeníu. Ég var vön að koma hingað einu eða tvisvar sinnum á ári til að heimsækja ömmu mína þegar ég var að alast upp,“ sagði Emma. Tennis Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Fleiri fréttir Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjá meira
Næsta mót hjá Emmu er Transylvania Open í Rúmeníu og hún er enn án þjálfara. Emma er enn bara átján ára gömul en er þegar orðin ein stærsta íþróttastjarnan á Bretlandseyjum. Andrew Richardson þjálfaði hana þegar hún vann Opna bandaríska meistaramótið en hún datt síðan út í fyrstu umferð á sínu fyrsta móti eftir að hún lét hann fara. Raducanu segist vera að leita að læriföður sem hefur reynslu af WTA mótaröðinni. Emma Raducanu learning to 'coach myself' as search for long-term appointment continuesThe US Open champion will have a skeleton team with her at this week's Transylvania Open, with no decision yet on her next coach - @molly_mcelwee https://t.co/gkJEOlNV8U— Telegraph Sport (@TelegraphSport) October 25, 2021 „Ég er á því að það sé ekki gott að þurfa að vera ein því ég þarf að þjálfa mig sjálf. Það er eitt sem ég er að læra,“ sagði Emma Raducanu. Raducanu segist vonast til þess að vera búin að ráða þjálfara fyrir 2022 tímabilið en hún var með fyrrum þjálfara Johönnu Konta á reynslu í þessari viku en hann heitir Esteban Carril. „Ég tel að það sér frábært að vera með þjálfara en þegar þú ert komin inn á völlinn þá get ég bara treyst á mig sjálfa,“ sagði Emma. „Hluti af þessari reynslu sem ég er að gangi í gegnum núna er að læra að þjálfa mig sjálfa. Ég prófaði nokkra þjálfara í síðustu viku. Ég fékk Esteban á reynslu en það voru líka fleiri,“ sagði Emma. British No 1 Emma Raducanu is "optimistic" about finding a new coach before the start of the #AusOpen in January.— Sky Sports (@SkySports) October 25, 2021 „Ég er bjartsýn að vera búinn að finna einhvern fyrir undirbúningstímabilið og fyrir opna ástralska mótið,“ sagði Emma. Raducanu er með sterkt tengsl við Rúmeníu þar sem næsta mót fer fram. Faðir hennar er Rúmeni og amma hennar býr í Búkarest. Hún fékk hlýjar móttökur í Cluj-Napoca þar sem mótið fór fram og gat talað rúmensku við fólkið sem mætti til að sjá hana. „Ég elska Rúmeníu. Ég var vön að koma hingað einu eða tvisvar sinnum á ári til að heimsækja ömmu mína þegar ég var að alast upp,“ sagði Emma.
Tennis Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Fleiri fréttir Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjá meira