Sport

Dag­­skráin í dag: Stór­leikur í Safa­mýri, Seinni bylgjan, Roon­ey og læri­sveinar, Martin, Worlds og NBA

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
KA/Þór mætir í Safamýrina í dag.
KA/Þór mætir í Safamýrina í dag. vísir/hulda

Þvílík og önnur eins dagskrá á þessum líka fína laugardegi.

Stöð 2 Sport

Klukkan 13.50 hefst leikur Hauka og Aftureldingar í Olís-deild kvenna í handbolta. Hörkuleikur framundan á Ásvöllum. Klukkan 15.45 mætast liðin sem áttust við í úrslitum síðasta tímabils þegar Fram tekur á móti Íslandsmeisturunum í KA/Þór. Tekst Fram að ná fram hefndum eða halda yfirburðir Akureyringa áfram?

Klukkan 17.40 er komið að Seinni bylgju kvenna þar sem farið verður yfir leiki dagsins.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 11.25 hefst útsending fyrir stórleik Cardiff City og Middlesbrough í ensku B-deildinni. Alvöru breskur fótbolti eins og hann gerist bestur. Klukkan 13.55 er komið að leik Coventry City og Derby County. Heldur kraftaverkamaðurinn Wayne Rooney áfram að vinna þrekvirki?

Klukkan 18.35 mætast MoraBanc Andorra og Valencia Basket í ACB-deildinni í körfubolta. Martin Hermannsson og félagar í Valencia eru að finna taktinn og eru illviðráðanlegir þessa dagana.

Klukkan 22.00 er komið að leik Cleveland Cavaliers og Atlanta Hawks. Trae Young og félagar í Hawks hafa byrjað tímabilið vel og eru til alls líklegir.

Stöð 2 Golf

Klukkan 11.30 fer Evrópumótaröðin í golfi af stað.

Stöð 2 E-Sport

Worlds 2021 heldur áfram klukkan 12.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×