Sport

„Þetta var svolítið skrítinn leikur“

Atli Arason skrifar
Katla Rún Garðarsdóttir var ánægð með sigurinn í kvöld.
Katla Rún Garðarsdóttir var ánægð með sigurinn í kvöld. Vísir/Bára

Katla Rún Garðarsdóttir, leikmaður Keflavíkur, var ánægð með sigurinn gegn Grindavík í kvöld í leik sem henni fannst annars vera mjög sveiflukenndur. Lokatölur 105-85.

„Ég er ánægð að við unnum. Þetta var svolítið skrítinn leikur. Mér fannst við vera með þennan leik mest allan tímann en þetta var mjög sveiflukennt hvenær við tókum áhlaup og hvenær ekki, því þær komu alltaf til baka og voru alltaf inn í þessu. Við náðum aldrei að slíta þær almennilega frá okkur fyrr en í lokin. Ég er ánægð með sigurinn,“ sagði Katla í viðtali við Vísi eftir leik.

Þrátt fyrir sigurinn þá segir Katla að Keflvíkingingar eru ekkert allt of sáttar með leikinn sinn í kvöld.

„Við erum ekkert rosalega sáttar með leikinn í heildina. Það vantaði í orkustigið okkar, að vera halda því. Við gátum ekki spilað af sömu orkunni í 40 mínútur. Við erum að fá fullt af stigum af bekknum og það er margt annað jákvætt í þessu, þrátt fyrir að við vorum ekki jafn duglegar allan tímann í rauninni.“

Keflavík spilar næst við Val á sunnudaginn. Keflavík vann 34 stiga stórsigur gegn Val í bikarnum síðustu helgi. Katla var spurð að því hvort hún myndi búast við einhverju öðru frá Val í næsta leik.

„Þetta verður ekkert eins og í síðasta leik. Þær verða vitlausar á móti okkur. Þær eru aldrei að fara að spila á móti okkur eins og þær spiluðu í síðast en við ætlum bara að koma ákveðnar í þann leik og vinna hann,“ svaraði ákveðin Katla Rún Garðarsdóttir.

 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.