Tónlist

Ragnhildur Steinunn í nýju myndbandi Arons Can

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Aron Can er einn vinsælasti tónlistarmaður landsins þessa stundina.
Aron Can er einn vinsælasti tónlistarmaður landsins þessa stundina. Skjáskot/Youtube

Tónlistarmaðurinn Aron Can gaf rétt í þessu út tónlistarmyndband við lagið Blessun eða bölvun af nýrri plötu sinni Andi, líf, hjarta, sál, sem hefur verið einhver vinsælasta plata ársins. 

Í myndbandinu má meðal annars sjá brot úr krúttlegu viðtali sem fjölmiðlakonan Ragnhildur Steinunn tók við Aron þegar hann var aðeins fimm ára gamall.  Leikstjóri myndbandsins var Ísak Hinriksson.

„Ég er bara í einhverju rugli. Ég er bara geggjaður. Mér líður ógeðslega vel. Þetta eru þrjú ár af vinnu. Ég hafði í rauninni gert heila aðra plötu áður en ég ákvað í staðinn að byrja á þessari. Þannig að þegar ég gerði það ákvað ég að leyfa mér að kafa dýpra í þessa og gera hana bara nákvæmlega eins og ég vildi hafa hana,“ sagði Aron um plötuna í samtali við Vísi í sumar. 

Myndbandið við Blessun eða bölvun má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×