Myndbandinu er leikstýrt af Snæfríði Sól Gunnarsdóttur og skotið og klippt af Aríönu Völu Þórðardóttur. Myndbandið skartar leikkonunni Dóru Jóhannsdóttur í hlutverki Ingileifar. Myndbandið er að mestu tekið upp á Eiðistorgi enda er það aðalsögusvið lagsins.
„Ingileif fjallar um týpu sem við þekkjum flest. Sú sem peakaði í 9. eða 10. bekk en svo var einhvern vegin allt „downhill“ eftir það. Svo rekstu á hana bugaða og þreytta í nammilandi í Hagkaupum Eiðistorgi.“
Á plötunni Víðihlíð leikur Snorri sér með nostalgískar pælingar og myndir frá unglingsárum hans seint í níunni og snemma á þessari öld.