Bíó og sjónvarp

James Bond sýnd 36 sinnum á Íslandi í dag

Snorri Másson skrifar
Daniel Craig vakti athygli í bleikum jakka á heimsfrumsýningu í Royal Albert Hall í lok september. Í dag er stóri dagurinn á Íslandi.
Daniel Craig vakti athygli í bleikum jakka á heimsfrumsýningu í Royal Albert Hall í lok september. Í dag er stóri dagurinn á Íslandi. Max Mumby/Indigo/Getty Images

Nýja James Bond-myndin, No Time To Die, er fyrst sýnd á Íslandi klukkan 14.40 í Sambíóunum í Kringlunni í dag. Sú frumsýning veltur síðan af stað samfelldri endursýningu á myndinni um allt land fram yfir miðnætti.

Löng bið er á enda fyrir aðdáendur njósnarans breska, en upphaflega átti að frumsýna myndina snemmárs 2020. Því var frestað, og aftur frestað, en ekki meir. Það er frumsýningardagur.

Ljóst er að innlend bíóhús gera ráð fyrir meiri háttar aðsókn og samtals eru 36 sýningar á dagskrá, eftir því sem Vísi telst til.

Myndin hefst þar sem James Bond er að slaka á í Jamaíka, eftir að hafa lagt byssuna á hilluna. En „allt breytist“ þegar gamall vinur hans Felix Leiter frá bandarísku leyniþjónustunni CIA kemur og biður um aðstoð.

Á sama hátt og Bond sjálfur reynir að setjast í helgan stein í myndinni, hefur aðalleikarinn Daniel Craig heitið því að þetta sé hans síðasta mynd. Þetta hefur hann sagt áður en nú kvað honum vera alvara. Það eru því nýir tímar í vændum og harla óljóst hver tekur við keflinu.


Tengdar fréttir

Stjörnurnar flykktust á langþráða Bond frumsýningu

Bond kvimyndin No Time To Die var frumsýnd í Royal Albert Hall í London í gær. Upprunalega átti að frumsýna myndina fyrir ári síðan en ákveðið var að fresta því vegna heimsfaraldursins.

Nýju Bond-myndinni enn frestað

Frumsýningu á nýju myndinni um njósnara hinnar hátignar James Bond, No Time to Die, hefur enn á ný verið frestað. Aðstandendur myndarinnar tilkynntu í nótt að nýr frumsýningardagur sé 8. október næsta haust.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.