Kvika gæti verið að finna sér nýja leið til yfirborðs Fanndís Birna Logadóttir skrifar 7. október 2021 12:25 Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur við Háskóla Íslands. Foto: Vilhelm Gunnarsson Dregið hefur úr stærð skjálftanna við Keili undanfarna daga en virknin er þó enn mikil. Um 8800 skjálftar hafa mælst á svæðinu frá því að hrinan hófst þann 27. september síðastliðinn. Ekki er hægt að útiloka að kvika sé á hreyfingu á miklu dýpi. Mögulegt er að kvika sé að reyna að finna sér leið til yfirborðs þrátt fyrir að það sjáist ekki í gervihnattagögnum. Þetta segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur við Háskóla Íslands, í samtali við Fréttastofu. Bendir hann á að stærð skjálftanna sé ekki endilega bein vísbending um að kvika sé á leiðinni upp heldur þurfi að horfa til þess hversu mikil virknin er. „Ein hugsanleg skýring á að [virknin] sé viðvarandi er sú að kvika sé að reyna að finna sér nýja leið til yfirborðs," segir Þorvaldur. Þorvaldur vísar til þess að það sé enn hraunkvika að koma upp nálægt yfirborðinu við gosið í Geldingadölum og því sé gosið enn í gangi þar þrátt fyrir að það fari lítið fyrir því. Það gæti þýtt að gosinu í Geldingadölum sé við það að ljúka en einnig er mögulegt að kvikan sé að fara aðrar leiðir. „Það gæti líka alveg eins verið að það séu einhver höft þarna ofarlega í gosrásinni sem eru að valda því að kvikan á erfitt með að komast upp í Geldingadölum og er því að leita sér nýrra leiða til að komast upp á yfirborðið,“ segir Þorvaldur. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu hafa um 200 skjálftar mælst við Keili frá því um miðnætti og var sá stærsti á sjötta tímanum í morgun 2,4 að stærð. Hvasst er nú á svæðinu og því mögulegt að mælarnir nái ekki að mæla alla þá skjálfta sem verða á svæðinu. Í gær mældust í heildina um 900 skjálftar á svæðinu og 1500 í fyrradag. Langflestir skjálftarnir í gær voru undir einn að stærð og enginn þeirra var yfir 3 að stærð. Síðasti stóri skjálftinn varð á þriðjudag og var 3,4 að stærð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Virðist sem ró hafi færst yfir skjálftasvæðið Svo virðist sem ró hafi færst yfir skjálftasvæðið í grennd við Keili síðustu sólarhringana. 7. október 2021 07:34 Engin skýr merki um kviku við Keili Nýjustu gervihnattagögn sýna engin skýr merki um að kvika brjóti sér leið til yfirborðs í kringum Keili á Reykjanesi. Ekki er þó talið útilokað að kvika sé á hreyfingu á það miklu dýpi að gervihnettir greini hana ekki. 6. október 2021 18:42 Gosið legið niðri í tvær vikur Ekkert hraunflæði hefur verið úr gígnum í Geldingadölum frá 18. september síðastliðinn. Líklegt er þó að eitthvað sé kraumandi undir. 2. október 2021 13:00 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Mögulegt er að kvika sé að reyna að finna sér leið til yfirborðs þrátt fyrir að það sjáist ekki í gervihnattagögnum. Þetta segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur við Háskóla Íslands, í samtali við Fréttastofu. Bendir hann á að stærð skjálftanna sé ekki endilega bein vísbending um að kvika sé á leiðinni upp heldur þurfi að horfa til þess hversu mikil virknin er. „Ein hugsanleg skýring á að [virknin] sé viðvarandi er sú að kvika sé að reyna að finna sér nýja leið til yfirborðs," segir Þorvaldur. Þorvaldur vísar til þess að það sé enn hraunkvika að koma upp nálægt yfirborðinu við gosið í Geldingadölum og því sé gosið enn í gangi þar þrátt fyrir að það fari lítið fyrir því. Það gæti þýtt að gosinu í Geldingadölum sé við það að ljúka en einnig er mögulegt að kvikan sé að fara aðrar leiðir. „Það gæti líka alveg eins verið að það séu einhver höft þarna ofarlega í gosrásinni sem eru að valda því að kvikan á erfitt með að komast upp í Geldingadölum og er því að leita sér nýrra leiða til að komast upp á yfirborðið,“ segir Þorvaldur. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu hafa um 200 skjálftar mælst við Keili frá því um miðnætti og var sá stærsti á sjötta tímanum í morgun 2,4 að stærð. Hvasst er nú á svæðinu og því mögulegt að mælarnir nái ekki að mæla alla þá skjálfta sem verða á svæðinu. Í gær mældust í heildina um 900 skjálftar á svæðinu og 1500 í fyrradag. Langflestir skjálftarnir í gær voru undir einn að stærð og enginn þeirra var yfir 3 að stærð. Síðasti stóri skjálftinn varð á þriðjudag og var 3,4 að stærð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Virðist sem ró hafi færst yfir skjálftasvæðið Svo virðist sem ró hafi færst yfir skjálftasvæðið í grennd við Keili síðustu sólarhringana. 7. október 2021 07:34 Engin skýr merki um kviku við Keili Nýjustu gervihnattagögn sýna engin skýr merki um að kvika brjóti sér leið til yfirborðs í kringum Keili á Reykjanesi. Ekki er þó talið útilokað að kvika sé á hreyfingu á það miklu dýpi að gervihnettir greini hana ekki. 6. október 2021 18:42 Gosið legið niðri í tvær vikur Ekkert hraunflæði hefur verið úr gígnum í Geldingadölum frá 18. september síðastliðinn. Líklegt er þó að eitthvað sé kraumandi undir. 2. október 2021 13:00 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Virðist sem ró hafi færst yfir skjálftasvæðið Svo virðist sem ró hafi færst yfir skjálftasvæðið í grennd við Keili síðustu sólarhringana. 7. október 2021 07:34
Engin skýr merki um kviku við Keili Nýjustu gervihnattagögn sýna engin skýr merki um að kvika brjóti sér leið til yfirborðs í kringum Keili á Reykjanesi. Ekki er þó talið útilokað að kvika sé á hreyfingu á það miklu dýpi að gervihnettir greini hana ekki. 6. október 2021 18:42
Gosið legið niðri í tvær vikur Ekkert hraunflæði hefur verið úr gígnum í Geldingadölum frá 18. september síðastliðinn. Líklegt er þó að eitthvað sé kraumandi undir. 2. október 2021 13:00