Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. nóvember 2025 10:46 Málið sneri að rekstri spilakassa á Catalinu. Vísir/Baldur Hrafnkell Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Happdrætti Háskóla Íslands af 47 milljóna kröfu veitinga- og skemmtistaðarins Catalinu. Málið laut að þóknun fyrir rekstur spilakassa á veitingastaðnum. Rekendur Catalinu höfðu samið um að þóknunin næmi 1,6 prósentu af veltu vélanna en í ljós kom að hlutfallið næmi tveimur prósentum hjá öðrum rekstraraðilum og Catalina krafðist að fá greiddan mismuninn. Fyrir lá samningur sem Happdrætti Háskóla Íslands og Catalina gerðu árið 2018 þar sem kveðið er á um 1,6 prósent þóknun fyrir umsjón vélanna. Áður hafði rekstur vélanna á staðnum verið í höndum annars aðila sem samdi á sínum tíma um tveggja prósenta þóknun. Þegar Catalina tók við umsjón vélanna var samið um 1,6 prósenta þóknun. Misræmi milli samninga Samkvæmt héraðsdómi eru í gildi 22 samningar Happdrættis Háskóla Íslands við ýmsa aðila um rekstur spilakassa. Í 20 af þeim er samið um að þóknun rekstraraðila nemi 1,6 prósentum af brúttóveltu en í tveimur um að hún nemi tveimur prósentum af brúttóveltu. Samningarnir þar sem kveðið er á um síðarnefnda hlutfallið eru frá árunum 2006 og 2010. Í flestum tilvikum er kveðið á um tveggja mánaða gagnkvæman uppsagnarfrest aðila, þar á meðal í samningi stefnda við stefnanda.Á árunum 2011‒2024 gerði stefndi 18 samninga við rekstraraðila, ýmist nýja samninga eða breytta samninga. Í þeim öllum er kveðið á um að hlutfallið sé 1,6 prósent. Catalina hélt því fram að félaginu hefði verið mismunað á þessum grundvelli. Málflutningur Catalinu byggði á því að Happdrætti háskólans væri opinber aðili og væri því bundið af jafnræðisreglunni og réttmætisreglunni. Þar sem þjónustan væri sú sama ætti þóknunin sömuleiðis að vera sú sama. Happdrætti Háskóla Íslands hafnaði þessu alfarið og hélt því fram að um frjáls einkaréttarleg viðskipti væri að ræða og að hvor aðilinn sem er hefði getað sagt samningnum upp með tveggja mánaða fyrirvara. Sömuleiðis benti Happdrætti háskólans á að frá árinu 2011 til dagsins í dag hafi allir samningar kveðið á um 1,6 prósenta þóknun og að þeir samningar upp á tveggja prósenta þóknun og væru enn í gildi hefðu verið samdir við aðrar aðstæður. Félaginu bæri engin skylda að veita samningsaðilum sömu kjör og eldri samningar kváðu á um. Catalinu frjálst að segja samningnum upp Héraðsdómur gekkst við málflutningi Catalinu að því leyti að meginreglur stjórnsýsluréttar um jafnræði og málefnaleg sjónarmið giltu um Happdrætti Háskóla Íslands en taldi ekki að Catalina hefði sýnt fram á að brotið hefði verið á þessum reglum, enda hefði það sýnt fram á samræmda framkvæmd samninga frá árinu 2011. Sömuleiðis taldi dómurinn að Catalina hefði haft raunhæfan möguleika á að segja samningnum upp teldi fyrirtækið hann ósanngjarn, en það hefði það ekki gert. Af þessum ástæðum sýknaði dómurinn Happdrætti Háskóla Íslands af kröfum Catalinu en taldi rétt að hvor aðilinn bæri sinn kostnað af málinu í ljósi vafaatriða. Dóminn má lesa í heild sinni hér. Dómsmál Fjárhættuspil Háskólar Veitingastaðir Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Fyrir lá samningur sem Happdrætti Háskóla Íslands og Catalina gerðu árið 2018 þar sem kveðið er á um 1,6 prósent þóknun fyrir umsjón vélanna. Áður hafði rekstur vélanna á staðnum verið í höndum annars aðila sem samdi á sínum tíma um tveggja prósenta þóknun. Þegar Catalina tók við umsjón vélanna var samið um 1,6 prósenta þóknun. Misræmi milli samninga Samkvæmt héraðsdómi eru í gildi 22 samningar Happdrættis Háskóla Íslands við ýmsa aðila um rekstur spilakassa. Í 20 af þeim er samið um að þóknun rekstraraðila nemi 1,6 prósentum af brúttóveltu en í tveimur um að hún nemi tveimur prósentum af brúttóveltu. Samningarnir þar sem kveðið er á um síðarnefnda hlutfallið eru frá árunum 2006 og 2010. Í flestum tilvikum er kveðið á um tveggja mánaða gagnkvæman uppsagnarfrest aðila, þar á meðal í samningi stefnda við stefnanda.Á árunum 2011‒2024 gerði stefndi 18 samninga við rekstraraðila, ýmist nýja samninga eða breytta samninga. Í þeim öllum er kveðið á um að hlutfallið sé 1,6 prósent. Catalina hélt því fram að félaginu hefði verið mismunað á þessum grundvelli. Málflutningur Catalinu byggði á því að Happdrætti háskólans væri opinber aðili og væri því bundið af jafnræðisreglunni og réttmætisreglunni. Þar sem þjónustan væri sú sama ætti þóknunin sömuleiðis að vera sú sama. Happdrætti Háskóla Íslands hafnaði þessu alfarið og hélt því fram að um frjáls einkaréttarleg viðskipti væri að ræða og að hvor aðilinn sem er hefði getað sagt samningnum upp með tveggja mánaða fyrirvara. Sömuleiðis benti Happdrætti háskólans á að frá árinu 2011 til dagsins í dag hafi allir samningar kveðið á um 1,6 prósenta þóknun og að þeir samningar upp á tveggja prósenta þóknun og væru enn í gildi hefðu verið samdir við aðrar aðstæður. Félaginu bæri engin skylda að veita samningsaðilum sömu kjör og eldri samningar kváðu á um. Catalinu frjálst að segja samningnum upp Héraðsdómur gekkst við málflutningi Catalinu að því leyti að meginreglur stjórnsýsluréttar um jafnræði og málefnaleg sjónarmið giltu um Happdrætti Háskóla Íslands en taldi ekki að Catalina hefði sýnt fram á að brotið hefði verið á þessum reglum, enda hefði það sýnt fram á samræmda framkvæmd samninga frá árinu 2011. Sömuleiðis taldi dómurinn að Catalina hefði haft raunhæfan möguleika á að segja samningnum upp teldi fyrirtækið hann ósanngjarn, en það hefði það ekki gert. Af þessum ástæðum sýknaði dómurinn Happdrætti Háskóla Íslands af kröfum Catalinu en taldi rétt að hvor aðilinn bæri sinn kostnað af málinu í ljósi vafaatriða. Dóminn má lesa í heild sinni hér.
Dómsmál Fjárhættuspil Háskólar Veitingastaðir Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira