Fótbolti

Mamma Mbappe „lekur“ fréttum af stráknum sínum í fjöl­miðla

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kylian Mbappe veit ekki hvar hann spilar á næstu leiktíð en núverandi samningur hans við PSG rennur út í sumar.
Kylian Mbappe veit ekki hvar hann spilar á næstu leiktíð en núverandi samningur hans við PSG rennur út í sumar. EPA-EFE/YOAN VALAT

Franski knattspyrnumaðurinn Kylian Mbappe er kominn í viðræður við Paris Saint-Germain um nýjan samning samkvæmt heimildum innst úr fjölskylduhringnum hans.

Mbappe er að renna út á samning næsta sumar og Real Madrid hefur boðið háar upphæðir í hann þrátt fyrir að spænska stórliðið gæti fengið hann frítt næsta sumar.

Mbappe hefur margoft talað um það að hann vilji fara til Real Madrid og það sé hans draumafélag. Eigendur PSG hafa hins vegar ekki verið tilbúnir að missa þessa framtíðar risastjörnu fótboltans.

Þar sem að samningur Mbappe rennur út í lok júní þá má hann gera samning við annað félag frá og með 1. janúar næstkomandi.

Fayza Lamari, móðir Kylian Mbappe, lak fréttum af stráknum sínum, í viðtali við Le Parisien í dag. Hún segir að Kylian sé kominn í viðræður við Paris Saint-Germain um að framlengja samninginn. Það fylgir líka sögunni að mamma hans er hans umboðsmaður.

„Við erum að ræða málin við PSG og allt gengur vel. Ég ræddi í gær við Leonardo [íþróttastjóra PSG]. Náum við samkomulagi? Eitt er á hreinu að hann mun gefa allt sitt allt til enda til að vinna Meistaradeildina,“ sagði Fayza Lamari.

Lamari segir að sonur sinn muni taka ákvörðun sem verður byggð á hans eigin hamingju.

„Kylian þarf að vera hamingjusamur. Ef hann er leiður þá gæti hann sagt: Ég gefst upp,“ sagði áður en hún grínaðist aðeins með það: „Hann segir það oft en varðandi Kylian þá getur allt breyst hjá honum dag frá degi,“ sagði Fayza.Heimildir ESPN herma að PSG hafi hafnað tvö hundruð milljóna evra tilboði frá Real Madrid í Mbappe á lokadegi félagsskiptagluggans.

Leonardo hefur talað um að að Real sé að sýna PSG mikið virðingaleysi með því að halda áfram eltingarleik sínum við leikmanninn þegar það er augljóst að franska félagið ætli ekki að selja hann.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.