„Við erum stolt að því að tilheyra hreyfingu sem ætlar að taka sig á og fordæma allt ofbeldi“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. október 2021 14:35 Vanda Sigurgeirsdóttir er nýr formaður KSÍ. Vísir/hulda Margrét Vanda Sigurgeirsdóttir, nýr formaður KSÍ, segir að sambandið verði að horfast í augu við þá erfiðu tíma sem nú er gengið í gegnum, og að framundan séu óumflýjanlegar breytingar. „Mig langar að byrja á því að þakka fráfarandi stjórn og formanni kærlega fyrir þeirra óeigingjarna starf í þágu knattspyrnuhreyfingarinnar og þar með okkar allra, sagði Vanda í upphafi ræðu sinnar á aukaþingi KSÍ. „Með þeim fer mikil reynsla og við vorum að reikna þetta út og við vorum komin upp í hundruð af árum." „Það verður sannarlega áskorun að fylla þeirra skörð. Þá vil ég þakka starfsfólki KSÍ, sem starfar öturlega að framgangi knattspyrnunnar jafnvel í gegnum öldusjó eins og þann sem hefur verið undanfarið. Þessir aðilar eiga allt okkar hrós skilið." Segir samstöðu mikilvæga á erfiðum tímum Vanda segir að sambandið verði að horfast í augu við þá erfiðu tíma sem knattspyrnuhreyfingin er að ganga í gegnum, og að þá sé mikilvægt að staanda saman. „Þrátt fyrir allt þetta góða í hreyfingunni þá verðum við að horfast í augu við að við erum að ganga í erfiða tíma og þá er mjög mikilvægt að við stöndum saman. Framundan eru óumflýjanlegar breytingar og ég mun gera mitt allra besta til að leiða hreyfinguna áfram í gegnum þessa umbrotatíma og ég er viss um að saman mun okkur takast það." Hún bætti við að um leið og að unnið sé að afrekum eigi íþróttahreyfingin að vera örugg og leiðandi í að efla einstaklinginn. „Íþróttahreyfingin á nefninlega að vera fyrir alla. Hún á að vera örugg og leiðandi í að efla einstaklinginn og undirbúa fyrir lífið. Við erum uppeldishreyfing um leið og við erum að vinna að afrekum." Vanda endaði ræðu sína á að skora á þá sem hafa efasemdir um hana, að gefa sér séns. „Ef að þið eruð með einhverjar efasemdir um mig þá skora ég á ykkur að gefa mér séns. Við erum stolt að því að tilheyra hreyfingu sem ætlar að taka sig á og fordæma allt ofbeldi," sagði Vanda að lokum. KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Stjórn KSÍ gangi ósátt frá borði Fyrrverandi varaformaður KSÍ sagði kröfu um afsögn stjórnar vonbrigði og gengur stjórnin ósátt frá borði. 2. október 2021 12:09 Vanda Sigurgeirsdóttir mætt á aukaþing KSÍ Vanda Sigurgeirsdóttir, verðandi formaður Knattspyrnusambands Íslands, er mætt á aukaþing sambandsins. 2. október 2021 11:07 Niðurstöður kosninga á aukaþingi KSÍ liggja fyrir Aukaþing Knattspyrnusamband Íslands fór fram í dag og Vísir fylgdist með gangi mála. 2. október 2021 10:46 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Sjá meira
„Mig langar að byrja á því að þakka fráfarandi stjórn og formanni kærlega fyrir þeirra óeigingjarna starf í þágu knattspyrnuhreyfingarinnar og þar með okkar allra, sagði Vanda í upphafi ræðu sinnar á aukaþingi KSÍ. „Með þeim fer mikil reynsla og við vorum að reikna þetta út og við vorum komin upp í hundruð af árum." „Það verður sannarlega áskorun að fylla þeirra skörð. Þá vil ég þakka starfsfólki KSÍ, sem starfar öturlega að framgangi knattspyrnunnar jafnvel í gegnum öldusjó eins og þann sem hefur verið undanfarið. Þessir aðilar eiga allt okkar hrós skilið." Segir samstöðu mikilvæga á erfiðum tímum Vanda segir að sambandið verði að horfast í augu við þá erfiðu tíma sem knattspyrnuhreyfingin er að ganga í gegnum, og að þá sé mikilvægt að staanda saman. „Þrátt fyrir allt þetta góða í hreyfingunni þá verðum við að horfast í augu við að við erum að ganga í erfiða tíma og þá er mjög mikilvægt að við stöndum saman. Framundan eru óumflýjanlegar breytingar og ég mun gera mitt allra besta til að leiða hreyfinguna áfram í gegnum þessa umbrotatíma og ég er viss um að saman mun okkur takast það." Hún bætti við að um leið og að unnið sé að afrekum eigi íþróttahreyfingin að vera örugg og leiðandi í að efla einstaklinginn. „Íþróttahreyfingin á nefninlega að vera fyrir alla. Hún á að vera örugg og leiðandi í að efla einstaklinginn og undirbúa fyrir lífið. Við erum uppeldishreyfing um leið og við erum að vinna að afrekum." Vanda endaði ræðu sína á að skora á þá sem hafa efasemdir um hana, að gefa sér séns. „Ef að þið eruð með einhverjar efasemdir um mig þá skora ég á ykkur að gefa mér séns. Við erum stolt að því að tilheyra hreyfingu sem ætlar að taka sig á og fordæma allt ofbeldi," sagði Vanda að lokum.
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Stjórn KSÍ gangi ósátt frá borði Fyrrverandi varaformaður KSÍ sagði kröfu um afsögn stjórnar vonbrigði og gengur stjórnin ósátt frá borði. 2. október 2021 12:09 Vanda Sigurgeirsdóttir mætt á aukaþing KSÍ Vanda Sigurgeirsdóttir, verðandi formaður Knattspyrnusambands Íslands, er mætt á aukaþing sambandsins. 2. október 2021 11:07 Niðurstöður kosninga á aukaþingi KSÍ liggja fyrir Aukaþing Knattspyrnusamband Íslands fór fram í dag og Vísir fylgdist með gangi mála. 2. október 2021 10:46 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Sjá meira
Stjórn KSÍ gangi ósátt frá borði Fyrrverandi varaformaður KSÍ sagði kröfu um afsögn stjórnar vonbrigði og gengur stjórnin ósátt frá borði. 2. október 2021 12:09
Vanda Sigurgeirsdóttir mætt á aukaþing KSÍ Vanda Sigurgeirsdóttir, verðandi formaður Knattspyrnusambands Íslands, er mætt á aukaþing sambandsins. 2. október 2021 11:07
Niðurstöður kosninga á aukaþingi KSÍ liggja fyrir Aukaþing Knattspyrnusamband Íslands fór fram í dag og Vísir fylgdist með gangi mála. 2. október 2021 10:46