Fótbolti

Pep segir sína menn hafa gert allt nema skora

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Pep horfði á sína menn klúðra töluvert af færum í kvöld.
Pep horfði á sína menn klúðra töluvert af færum í kvöld. EPA-EFE/Andrew Yates

Manchester City tapaði 2-0 er liðið heimsótti París Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu. Pep Guardiola, þjálfari Man City, sagði frammistöðuna hafa verið fína en liðið hafi einfaldlega ekki nýtt færin.

„Frammistaðan var fín. Við gerðum allt nema að skora í kvöld. Þeir vörðust djúpt og voru skeinuhættir í skyndisóknum. Ég get ekki hrósað mínum mönnum nægilega mikið.“

„Í síðari hálfleik varð Gianluigi Donnarumma vel margoft. Liðið var að spila vel – líkt og á Stamford Bridge. Mikil vonbrigði að ná ekki í betri úrslit. Við spiluðum til sigurs. Því miður þurftu þeir ekki að gera mikið til að skora sín mörk í kvöld.“

„Markið (hans Lionel Messi) var frábært,“ sagði Spánverjinn einnig áður en hann hrósaði Ítalanum Maro Veratti í hástert.

„Við munum borða vel í kvöld fá okkur vínglas, taka endurheimt og undirbúa okkur fyrir Liverpool leikinn um helgina,“ sagði Pep að endingu.


Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.