Ýmislegt hafi gerst dagana fyrir kosningar sem gæti útskýrt mun á könnunum og kosningum Birgir Olgeirsson skrifar 28. september 2021 19:00 Framkvæmdastjóri Maskínu segir að það sé eðlilegt að munur sé á könnunum og kosningum. Ýmislegt gerðist dagana fyrir kjördag sem gæti útskýrt muninn. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Maskínu segir kannanir ekki hafa gefið ranga mynd af stöðu stjórnmálaflokka fyrir kosningarnar, líkt og formenn flokka vildu meina daginn eftir kjördag. „Ég held að greiningarfyrirtækin þurfi að fara að greina sig svolítið sjálf,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í léttum dúr í Sprengisandi á sunnudag, daginn eftir kjördag. Heyra mátti á leiðtogum flokkanna í Sprengisandi að þeir væru hugsi yfir því að það sem kom upp úr kössunum væri ekki alveg í takt við þær fylgiskannanir sem birtustu dagana fyrir kosningar. Framkvæmdastjóri Maskínu, eitt þeirra fyrirtækja sem framkvæmir slíkar kannanir, segir muninn eðlilegan. „Það var náttúrlega alls ekki langt á milli. Það var í mörgum tilfellum innan við eitt prósentustig sem munar á niðurstöðum kannanna og kosninga og upp í þrjú prósentustig. Fólk verður að hafa í huga að það er ýmislegt sem getur gerst nokkrum dögum fyrir kosningar,“ segir Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu. Kannanir sem birtar eru daginn fyrir kjördag eru unnan nokkrum dögum áður. Í milli tíðinni geti ýmislegt gerst, sem gæti til dæmis útskýrt muninn á fylgi Viðreisnar og Sósíalista í könnunum og kosningunum. Þóra nefnir þar orð Seðlabankastjóra sem beindust að stefnu Viðreisnar um að binda gengi krónunnar við Evru og birtust daginn fyrir kjördag. „Svo kannski líka, Sósíalistaflokkurinn talaði kannski með aðeins öðrum hætti síðustu dögunum fyrir kosningar sem gæti hafa haft það í för með sér að eitthvað af fylgi þeirra fór yfir á Flokk fólksins.“ Fólk eigi það einfaldlega til að skipta um skoðun í kjörklefanum að mati Þóru. „Það hefur komið í ljós í kosningarannsóknum að það eru fleiri og fleiri sem taka ákvörðun í kjörklefanum þannig að það er alveg eðlilegt að það sé einhver munur á kosningum og könnunum, nokkrum dögum fyrir kosningar.“ Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira
„Ég held að greiningarfyrirtækin þurfi að fara að greina sig svolítið sjálf,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í léttum dúr í Sprengisandi á sunnudag, daginn eftir kjördag. Heyra mátti á leiðtogum flokkanna í Sprengisandi að þeir væru hugsi yfir því að það sem kom upp úr kössunum væri ekki alveg í takt við þær fylgiskannanir sem birtustu dagana fyrir kosningar. Framkvæmdastjóri Maskínu, eitt þeirra fyrirtækja sem framkvæmir slíkar kannanir, segir muninn eðlilegan. „Það var náttúrlega alls ekki langt á milli. Það var í mörgum tilfellum innan við eitt prósentustig sem munar á niðurstöðum kannanna og kosninga og upp í þrjú prósentustig. Fólk verður að hafa í huga að það er ýmislegt sem getur gerst nokkrum dögum fyrir kosningar,“ segir Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu. Kannanir sem birtar eru daginn fyrir kjördag eru unnan nokkrum dögum áður. Í milli tíðinni geti ýmislegt gerst, sem gæti til dæmis útskýrt muninn á fylgi Viðreisnar og Sósíalista í könnunum og kosningunum. Þóra nefnir þar orð Seðlabankastjóra sem beindust að stefnu Viðreisnar um að binda gengi krónunnar við Evru og birtust daginn fyrir kjördag. „Svo kannski líka, Sósíalistaflokkurinn talaði kannski með aðeins öðrum hætti síðustu dögunum fyrir kosningar sem gæti hafa haft það í för með sér að eitthvað af fylgi þeirra fór yfir á Flokk fólksins.“ Fólk eigi það einfaldlega til að skipta um skoðun í kjörklefanum að mati Þóru. „Það hefur komið í ljós í kosningarannsóknum að það eru fleiri og fleiri sem taka ákvörðun í kjörklefanum þannig að það er alveg eðlilegt að það sé einhver munur á kosningum og könnunum, nokkrum dögum fyrir kosningar.“
Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira