Sport

Skoraði lengsta vallarmark sögunnar

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Justin Tucker er sparkari Baltimore Ravens
Justin Tucker er sparkari Baltimore Ravens EPA-EFE/ERIK S. LESSER

Justin Tucker, sparkari Baltimore Ravens, gerði sér lítið fyrir og skoraði lengsta vallarmark NFL sögunnar í gærkvöldi þegar að Baltimore vann nauman sigur á Detroit Lions, 19-17.

Tucker, sem kom til Baltimore árið 2012 hefur lengi verið talinn einn albesti sparkari NFL deildarinnar en vallarmarkið sem hann skoraði var úr 66 jarda fjarlægð. Þannig sló Tucker met Matt Prater sem skoraði 64 jarda vallarmark árið 2013.

Tucker er búinn að vera verulega nákvæmur á sínum ferli, sérstaklega undir pressu en hann hefur ekki enn klikkað úr vallarmarksfæri á síðustu mínútu leiks á ferlinum. Hefur reynt sextán slík og skorað úr þeim öllum. Hann er sá eini í sögu deildarinnar til þess að skora tvisvar sinnum vallarmark af lengra færi en 60 jardar.

Jim Harbaugh, þjálfari Ravens, sagði eftir leik að það væri engum blöðum um það að fletta hver væri besti sparkari sögunnar í NFL deildinni. Það væri Tucker.

Matt Prater, sem átti metið, átti hins vegar erfiðan dag í gær. Hann reyndi að skora 68 jarda vallarmark í leik Arizona Cardinals og Jacksonville Jaguars en það fór ekki betur en svo að spyrnan var of stutt, var gripinn og Jaguars fóru alla leið yfir og skoruðu. Ótrúleg uppákoma.

NFLFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.